Fréttin sem allir hafa beðið eftir! Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag klukkan 17:00 og til Vestmannaeyja frá Landeyjum klukkan 19:00. Nánar verður tilkynnt um ferðir Herjólfs eftir fyrstu ferðina í dag og verður þá fréttin uppfærð.
Siglingar laugardaginn 2. maí 2015.
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á morgun, þrjár ferðir.
Brottför frá Vestmannaeyjum 08:30, 17:30 og 20:30.
Brottför frá Landeyjahöfn 10:00, 19:00 og 21:30.
Ferð nr. 2 fellur niður vegna sjávarstöðu og dýpis en enn er unnið að dýpkun og vonandi verður hægt að sigla fulla áætlun fljótlega.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RUV.
Nánari upplýsingar í síma 481-2800.