Í dag kynntu samtök fyrirtækja í sjávarútvegi tilnefningar sínar til hvatningarverðlauna SFS en alls voru fimm tilnefndir en þar áttu Eyjamenn tvær tilnefningar.
Vinnslustöðin, Hraðfrystistöðin Gunnvör í Hnífsdal og skipaverkfræðistofan Skipasýn voru tilnefnd til verðlaunanna en þau eru tilnefnd fyrir þróun nýrrar skipaskrúfu sem er þó reyndar byggð á eldri hugmynd. Skrúfan er hönnuð til þess að spara olíu og lágmarka umhverfisáhrif fiskveiða.
Veitingastaðurinn Matur og Drykkur er einnig tilnefndur fyrir að gefa íslenskum sjávarafurðum góð skil. Eyjapeyjinn Gísli Matthías Auðunsson er þar einn af eigendum staðarins
.