ÍBV og �?ór/KA mættust í dag í Pepsi deild kvenna þar sem ÍBV hafði betur 3-1. Upphaflega átti leikurinn að hefjast klukkan 12:30 en vegna bilunar í flugvél �?órs/KA var leiknum frestað til 13:45.
Leikurinn fór frekar rólega af stað og var jafnræði með liðunum framan af. �?egar korter var liðið af leiknum komst ÍBV í ágætis færi þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir kom sér í ágæta stöðu og átti gott skot en rétt yfir mark �?órs/KA. ÍBV fékk svo vítaspyrnu á 23. mínútu þegar Cloe Laccase féll í vítateig �?órs/KA. Shaneka Gordon fór á punktinn og skoraði af miklu öruggi. Stuttu síðar fékk svo ÍBV algjört dauðafæri, �?ór/KA hafði fengið hornspyrnu en varnarmenn ÍBV gerðu vel og hreinsuðu frá, �?órhildur �?lafsdóttir, fyrirliði ÍBV fékk boltann, sem sendi á Gordon sem var með varnarmenn í sér og sendi boltann til hliðar á Kristínu Ernu sem sendi boltann aftur á Gordon sem var fyrir framan autt markið en setti boltann fram hjá.
Cloe Laccase kom svo ÍBV í 2-0 á 31. mínútu þegar hún fékk boltann frá �?órhildi fyrir utan teig �?órs/KA, hún hélt boltanum vel og fór fram hjá nokkrum varnarmönnum og skilaði boltanum frábærlega í markið. �?órhildur átti svo stuttu síðar hörkuskot en fram hjá fór boltinn. Eyjastelpur voru ekki hættar og komust í 3-0 á 38. mínútu þegar Díana Dögg Magnúsdóttir skaut að marki eftir mikið klafs í teignum. Boltinn hafði reyndar viðkomu í varnarmanni �?órs og þaðan fór hann í markið, sjálfsmark hjá Karenu Nóadóttur. Díana Dögg komst í frábært færi undir lok fyrri hálfleiks eftir gott uppspil Eyjastelpna en Roxanna Barker í marki �?órs/KA varði glæsilega í markinu og staðan 3-0 í hálfleik.
Í síðari hálfleik var aðeins rólegra yfir, �?ór/KA náði að klóra í bakkann á 53. mínútu þegar Sandra María Jessen skoraði. Aðeins mínútu eftir markið skaut Kristín Erna í þverslánna.
ÍBV fékk svo vítaspyrnu þegar Ágústa Kristinsdóttir braut á Gordon. Cloe Laccase tók spyrnuna en markmaður �?órs/KA varði vel. Sigríður Lára Garðarsdóttir átti svo frábært skot undir lok leiksins þegar hún skaut í slána, virkilega góð tilraun hjá Sísí en lokatölur urður 3-1.