Allar sex díselvélar HS veitna í Vestmannaeyjum voru ræstar í gærkvöldi þegar straumlaust varð. �?ar með er hægt að veita heimilum rafmagn en til að mynda var slökkt á götuljósum í Vestmannaeyjum í nótt til að spara rafmagn.
Kostnaðarsamt er að veita rafmagn á þennan hátt og mun Landsnet bera þann kostnað, samkvæmt upplýsingum frá HS veitum. Vélarnar eru ekki nógu öflugar til að veita rafmagn til frystingar og því hefur starfsemi að mestu legið niður hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni í dag.
�?etta er ekki í fyrsta skipti sem bilun kemur upp í þessum tiltekna spenni Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi. Samkvæmt upplýsingum frá HS veitum hefur hann verið laskaður í tíu ár og ekki getað starfað á fullum afköstum og eru starfsmenn síður en svo ánægðir með stöðu mála.