Klukkan 16:00 í dag fer fram sannkallaður stórleikur í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði þar sem Haukar og ÍBV mætast þegar lokaleikur í annari umferð Olís deildar karla fer fram. Leiknum var frestað vegna þátttöku Hauka í Evrópukeppninni. Haukar hafa farið vel af stað á Íslandsmótinu og unnið báða leiki sína á meðan ÍBV hefur tapað sínum. �?egar þessi lið hafa mæst síðustu tvö ár hafa verið virkilega spennandi leikir.