Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku óskaði Auður �?sk Vilhjálmsdóttir, fulltrúi Eyjalistans í ráðinu eftir umræðu um frístundakort. �?au eru eitt af baráttumálum E-listans en hlutu ekki náð fyrir augum meirihluta Sjálfstæðismanna.
Auður �?sk lagði fram tillögu á fundinum um upptöku frístundakorta í Vestmannaeyjum sem var felld með einu atkvæði hennar gegn fjórum atkvæðum fulltrúum D-listans sem lét bóka: �??Er það mat meirihluta ráðsins að forsendur varðandi upptöku frístundakorta hafa ekki breyst og ekkert nýtt lagt fram í málinu.�??