�??Aukinn þrýstingur er frá almenningi um að kynferðisbrot verði tekin fastari tökum, umfjöllun er hávær þegar mál eru felld niður þegar þau þykja ekki líkleg og nægileg til sakfellis. Rannsóknaraðferðir og þvingunarráðstafanir eru einnig gagnrýndar. �?að er því eðlilegt að spurt sé hvort það þurfi að breyta lagaumhverfinu? �?að er nauðsynlegt að endurskoða lögin eftir því sem háttsemi og aðferðir breytast og er hefndarklámið og barnaklámið kannski nýjustu dæmin um það. Breytingar sem hafa verið gerðar á hegningarlögunum hafa almennt lukkast vel, verið yfirvegaðar og standast tímans tönn. Vandi réttarvörslukerfisins hefur að mínu mati ekki verið heimfærsla brota til lagaákvæða heldur hafa vandkvæðin einkum lotið að erfiðri sönnunarstöðu,�?? sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á fjölmennu málþingi Orators, félagi laganema við Háskóla Íslands. �?ar var hún meðal fyrirlesara ásamt þeim Ragnheiði Bragadóttur, prófessor og Björgu Valgeirsdóttur, lögmanni. Yfirskrift málþingsins, sem var vel sótt, var: �?arf breytt lagaumhverfi í kynferðisbrotamálum?
Frá þessu er greint í Eyjafréttum sem komu út í gær þar sem Páley leggur áherslu á að við búum í réttarríki og fer yfir hvað kynferðisafbrot eru vandmeðfarin.
Páley segir því lykilatriði að fólk leiti til lögreglu hið fyrsta eftir brot. �??Kynferðisbrot eru ofbeldisbrot og þolendur eiga ekki að líta öðruvísi á þau en önnur ofbeldisbrot. Ef einhver er kýldur í andlitið niðri í bæ eru fyrstu viðbrögðin yfirleitt alltaf læknisaðstoð eða lögregla. �?að þurfum við líka í kynferðisbrotum.�?? Páley segir það einnig sína reynslu að þolendum reiði betur af og þeir eigi auðveldara með að vinna sig upp úr erfiðum afleiðingum brots tilkynni þeir það til lögreglu enda er fólk þá komið á eina rétta staðinn til að greina frá slíku broti.
�??Brotaþola er tryggður réttargæslumaður, honum er komið í sálfræðiaðstoð og hann þarf ekki að burðast með eftirsjá síðar á lífsleiðinni að hafa aldrei kært en það er mörgum þungbært. Eins er oft erfitt að ætla að segja frá broti þegar langt er um liðið enda getur það litið út eins og hver önnur gróusaga og hvorki möguleiki á að sanna eða afsanna neitt í slíkum málum. Eini rétti staðurinn fyrir þessar tilkynningar og frásagnir er hjá lögreglu og fólki líður almennt vel með það og er létt á eftir.
�?ar sem við stöndum frammi fyrir ákveðnum erfiðleikum við að sanna kynferðisbrot en vitum að það er auðveldara eftir því sem styttra er liðið frá broti, eigum við að hvetja fólk til að leita til lögreglu strax í kjölfar þessara brota. �?að er því þyngra en tárum taki að heyra talskonu Stígamóta ráðleggja fólki frá því að tilkynna kynferðisbrot til lögreglu og verndar að mínu mati ekki hagsmuni þolenda. �?að er ábyrgðarlaust af samtökum sem vilja láta taka sig alvarlega að gefa frá sér jafn slæm skilaboð. �?essi opna umræða um kynferðisbrot, sem hefur hjálpað á svo margan hátt, á líka að geta hjálpað okkur þarna. Við ættum næst að leggja í herferð fyrir því að þessi brot verði alltaf tilkynnt til lögreglu án nokkurs dráttar. Við vitum að það hjálpar,�?? sagði Páley að lokum.
Nánar í Eyjafréttum.