Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir erindi frá Eimskip síðan 22.desember síðast liðinn þar sem fram kemur hækkun á gjaldskrá Herjólfs frá 15. janúar 2016.
Fargjöld milli Vestmannaeyja og �?orlákshafnar munu hækka um 1.8% að meðaltali og milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar um 4.5% að meðaltali.
Bæjarráð leggst alfarið gegn fyrirhugaðri hækkun á gjaldskrá Herjólfs og minnir á að Herjólfur er þjóðvegurinn milli lands og Eyja og því ber ríkinu að haga gjaldheimtu í samræmi við það sem almennt gerist með þjóðvegi hér á landi. �?á hvetur bæjarráð Vegagerðina til að leggja höfuðáherslu á að sinna skyldu sinni hvað varðar að tryggja viðunandi þjónustu í siglingum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda er það margfalt hagkvæmara fyrir bæði notendur og rekstraraðila að sigla þá stuttu leið. Varlega áætlað munar um milljón á dag fyrri ríkissjóð að sigla í Landeyjahöfn frekar en �?orlákshöfn og kostnaðurinn fyrir notendur er gríðalegur.
Bæjarráð minnir á að skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er heildarkostnaður við Héðinsfjarðagöng 14,2 milljarðar. �?að kostar hinsvegar notendur ekkert að fara þar um. Heildarkostnaður við Bolungarvíkurgöng voru um 6,5 milljarðar. �?að kostar heldur ekkert að fara þar um. Kostnaðurinn við Hvalfjarðargöng var 4,6 milljarðar árið 1996 (uppreikaðnur kostnaður eru tugir milljarða). �?að kostar fjögurra manna fjölskyldu 1000 kr. að fara þar um. Sá Herjólfur sem nú siglir er að fullu afksrifaður og kostnaður við Landeyjahöfn er innan við 4 milljarðar. Kostnaður fjögurra manna fjölskyldu (tveir fullorðnir, einn unglingur og eitt barn) við að fara með sinn einkabíl fram og til baka milli lands (�?orlákshafnar) og Eyja er hinsvegar 35.880 kr. þegar fullt gjald er greitt og farið er í koju. Ekki þarf að minna á að engin önnur leið er fyrir bíla milli lands og Eyja. Fjölskylda sem fer einu sinni í mánuði þessa leið greiðir á ári 430.560 krónur fyrir það að fara eftir þjóðveginum að heiman og heim.
Að lokum ítrekar bæjarráð þá kröfu sína til þingmanna Suðurlands og samgönguyfirvalda að þegar þjóðvegurinn til Vestmannaeyja (Landeyjahöfn) er lokaður og farið er lengri og erfiðari hjáleið um �?orlákshöfn þá sé ekki lagt aukalegt gjald á notendur heldur gildi að fullu sú gjaldskrá sem gildir fyrir Landeyjahöfn.