�?g hef verið að fylgjast nokkuð með umræðunni um ráðningu nýs slökkviliðsstjóra að undanförnu. �?g var reyndar ákveðinn í að blanda mér í þá umræðu en er hættur við það. �?ess í stað ætla ég að segja ykkur örstutt frá sérstöku fyrirbæri sem þreifst á Norðurlöndum endur fyrir löng ef marka má fornar íslenskar sagnir.
�?annig var að konungar og héraðshöfðingjar höfðu í hirðum sínum ákveðna embættismenn sem kallaðir voru ármenn. Ármennirnir höfðu það meginhlutverk að sýna konungi skilyrðislausan trúnað og hollustu og vera nánast augu hans og eyru gagnvart hinum almennu þegnum. Konungarnir höfðu þannig á sínum snærum trygga menn sem tryggðu þeim enn frekar áhrif, yfirráð og völd um allt ríkið.
Sú venja þróaðist einnig á þessum tíma að þegar vel gekk í ríkinu var konungunum óspart hampað og ármennirnir sáu um að þegnarnir sýndu þeim viðhlítandi þakkir og virðingu. �?egar hins vegar illa gekk eða upp komu mál sem voru konungunum óþægileg drógu þeir sig jafnan í hlé en ármennirnir sáu um að reyna að gera gott úr öllu og fá þegnana til að sætta sig við alls konar ranglæti án þess að það skaðaði konungana á nokkurn hátt. �?annig var hlutverk og hlutskipti ármanna í rauninni ekki sérlega eftirsóknarvert þegar upp var staðið. En verst var auðvitað hlutskipti þegnanna. Á þeim lenti ranglætið jafnan af fullum þunga. Oftast létu þegnarnir þetta yfir sig ganga en þó kom það fyrir að þeir sáu í gegn um sjónarspilið. Jafnvel voru þess dæmi að konungar sem töldu sig örugga í sessi urðu að hrökklast frá völdum. Hroki þeirra og dramb varð þeim að falli. �?etta gerðist reyndar sjaldan, en gerðist þó.
Ragnar �?skarsson