�?eir Ragnar �?ór og Valur Már, skipverjar á Kap VE, komu með lundapysju á safnið í gær. Hafði hún komið um borð hjá þeim á miðunum vestur af Snæfellsnesi. �?eir höfðu áhyggjur af því að pysjan hefði fengið á sig olíu um borð áður en hún náðist og vildu því ekki sleppa henni. Var það rétt ákvörðun hjá þeim því að pysjan blotnað inn að skinni þegar hún var látin synda með lundunum sem fyrir eru á safninu. �?arf því að hreinsa hana áður en henni verður sleppt á ný. Sigrún Anna rétti þeim hjálparhönd við að afhenda pysjuna.