Nú fyrir skömmu lauk fundi Bæjarráðs Vestmannaeyja. �?ar var tekin til umfjöllunar niðurstaða úr skoðanakönnun sem Gallup vann á afstöðu bæjarbúa í Vestmannaeyjum á stefnu bæjarstjórnar í málefnum Landeyjahafnar. Helsta niðurstaðan var sú að af þeim sem tóku afstöðu voru 86% svarenda sammála afstöðu bæjarstjórnar en einungis 14% henni ósammála.
Eins og komið hefur fram er stefna bæjarstjórnar þessi: �??Tafarlaust þarf að ráðast í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og nýta smíðatíma hennar til að gera breytingar á Landeyjahöfn�??.
Skoðunarkönnun var unnin 13. nóvember 2015 til 5. janúar 2016 m.a. til að kanna hug bæjarbúa til stefnu bæjarstjórnar í málefnum Landeyjahafnar. Um var að ræða síma og netkönnun.
�?átttakendur í könnuninni voru 133.
Svarendur voru beðnir um að taka afstöðu til stefnu bæjarstjórnar með svari við eftirfarandi fullyrðingu: �?g vil að ráðist verði í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og smíðatími hennar nýttur til að gera breytingar á Landeyjahöfn.
Niðurstaðan var sem fyrr segir afdráttarlaus. Af þeim sem tóku afstöðu voru 86% svarenda ýmist sammála eða mjög sammála afstöðu bæjarstjórnar en einungis 14% ýmist ósammála eða mjög ósammála henni. Sé tekið tillit til þeirra svara sem ekki fólu í sér afstöðu voru 80% sammála stefnu bæjarstjórnar, 7% hlutlaus og 13% ósammála.
Vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um að finna aðrar leiðir en að bæta siglingar um Landeyjahöfn notaði bæjarráð einnig tækifærið og fékk Gallup til að kanna viðbrögð við eftirfarandi fullyrðingu: �?g vil að áhersla sé lögð á að bæta samgöngur um Landeyjahöfn. Niðurstaða þar var jafnvel enn afdráttarlausari þar sem 94% var ýmist sammála eða mjög sammála þeirri fullyrðingu.
Bæjarráð fagnar þessum afdráttarlausa stuðningi bæjarbúa við stefnu bæjarstjórnar. Eyjamenn hafa nú beðið eftir nýrri ferju síðan 2008. Fyrirsláttur um að það skorti upp á samstöðu heimamanna hefur meðal annars verið notaður til að fresta málinu. Nú liggur fyrir að Eyjamenn vilja leggja áherslu á siglingar um Landeyjahöfn og telja að nauðsynleg forsenda þess sé nýsmíði.
Bæjarráð hvetur þingheim, Innanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands til ráðast tafarlaust í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og nota smíðatíma hennar til að gera nauðsynlegar breytingar á Landeyjahöfn.
�??�?essi mikli stuðningur við stefnu bæjarstjórnar í þessu mikilvæga máli kemur mér satt að segja á óvart. �?g var vissulega að vona að við værum að vinna í takt við vilja bæjarbúa í þessu máli eins og öllum öðrum en að 86% aðspurðra myndu taka undir það með bæjarstórn að það þurfi tafarlaust á fá nýtt skip og nýta smíðatíma þess til að breyta höfninni kom mér á óvart. �?eir sem fara með forræði í málinu, utanríkisráðherra og hennar fólk, hljóta nú að leggjast þungt á árarnar og vinna þetta mál áfram í takt við vilja heimamanna. Eyjamenn geta ekki beðið lengur og á meðan ekkert er gert þá gerist ekkert,�?? sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri um niðurstöðurnar.