Síðasta vika var viðburðarík á Hraunbúðum. En þrír aðilar gáfu rausnalegar og þarfar gjafir til Hraunbúða.
Í vor héldu stjörnukonur sitt árlega stjörnukvöld þar sem konur bæjarins koma saman, skemmta sér og safna peningum til góðgerða. Í ár söfnuðu þær fyrir blöðruskanna og æðadopplex. Verðmæti þessara tækja er uppá u.þ.b. 1.700.000 þúsund krónur. Fulltrúar stjörnukvenna afhendu tækin á laugardaginn í kaffitímanum á Hraunbúðum og buðu í leiðinni uppá kökur og kaffi. Lea Oddsdóttir hjúkrunarforstjóri sagði þetta mikla búbót fyrir Hraunbúðir því með þessum tækjum minnka ferðir heimilismanna uppá spítala.
Í síðustu viku komu Guðrún Birna Leifsdóttir og fjölskylda færandi hendi á Hraunbúðir og gáfuheimilinu 65 tommu Phillips sjónvarpstæki sem þakklætisvott fyrir góða umönnun foreldra hennar og
í kveðjugjöf sem starfsmaður en Gunna Birna er fyrrverandi starfsmaður á Hraunbúðum. Sólrún Gunnarsdóttir forstöðumaður Hraunbúða sagði að �??Flatskjárinn mun án efa nýtast vel í setustofunni því þegar sjónin fer að daprast er ekki verra að hafa sjónvarpið stórt. Sjáum við fram á að tónleikadiskar muni gefa sömu upplifun og að vera á tónleikunum sjálfum í svona gæðatæki.�??
Slysavarnarfélagið Eykyndill er heldur betur búið að standa við bakið á Hraunbúðum síðastliðin ár. Nú í byrjun apríl gáfu þær Hraunbúðum fjögur rafdrifin rúm fyrir heimilisfólkið og eru þær þá búnar að endurnýja öll
gömlu rúm á Hraunbúðum. �??�?að er okkur mikils virði að eiga bakhjarla eins og þetta frábæra félag að og sýnir hvað við erum einstaklega heppin að búa í samfélagi þar sem hlýhugur og vinsemd ríkir í huga og verki. �?? sagði Sólrún að lokum.