Fyrirtækið Medilync var stofnað í þeim tilgangi að umbylta því hvernig sykursýki er meðhöndluð með hönnun á nýstárlegu tæki og gagnagátt sem sér um útreikninga fyrir sjúklinginn,
lækna og aðra aðstandendur. Nú á dögunum vann fyrirtækið til verðlauna á lokakeppni Nordic Startup Awards sem haldið var í Hörpunni 13. maí síðastliðinn. Alls voru það 730 fyrirtæki, af öllum Norðulöndunum, sem tóku þátt í keppninni í ár og varð Medilync hlutskarpast í valinu á People�??s Choice Award 2016 eða vinsælasta fyrirtækið en lokakeppnin var haldin í Reykjavík. Að sögn Eyjapeyjans Sigurjóns Lýðssonar, sem er einn af eigendum Medilync er markmið Nordic Startup Awards að hvetja frumkvöðla á Norðurlöndunum til dáða og verðlauna þá fyrir vel unnin verk. Aðrir eigendur eru Jóhann Sigurður �?órarinsson frá Eyjum og Guðmundur Jón Halldórsson. ,,Hér er ekki aðeins verið að verðlauna farsæl fyrirtæki heldur allt umhverfið. Allt frá bestu fjárfestunum, blaðamönnunum sem fjalla um sprota, til stofnendanna og upplýsingatæknistjóranna,�?? sagði Sigurjón. Nordic Startup Awards heiðrar
farsælustu sprotafyrirtækin frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finlandi og Íslandi. Á sjálfum lokaúrslitunum, í Hörpunni, kepptu fyrirtækin um verðlaun í 14 flokkum. Verðlaunin koma á góðum tíma fyrir Medilync þar sem fyrirtækið er í þann mund að byrja á 4 milljón dollara fjárfestingarlotu. Medilync hefur undanfarin ár unnið að hönnun tækis sem safnar saman upplýsingum um lyfjagjöf sykursjúka.
,,Tækið mælir blóðsykurinn, gefur insúlín og safnar svo saman upplýsingum um mælingarnar og gjafirnar. �?eir sem nota tækið geta svo nálgast sínar upplýsingar í gegnum vefgátt og veitt öðrum aðgang að þeim svo sem lækni, hjúkrunarfræðingi eða aðstandanda. �?annig er hægt að fylgjast með líðan sjúklinga en í vefgáttinni er að finna sjálfvirkt reiknirit sem greinir
breytingar og gefur þannig kost á inngripi áður en til innlagnar kemur sökum sjúkdómsins. Með þessum hætti verður yfirsýn yfir líðan sjúklinga utan hefðbundinna heimsókna á göngudeild sykursjúka mun betri,�?? segir Sigurjón. �??�?að verður að teljast góður árangur að vera vinsælasta fyrirtækið á Norðurlöndunum en við kepptum við fyrirtæki hjá milljóna þjóðum. �?g verð að viðurkenna að þessi verðlaun komu á óvart en framkvæmdastjóri keppninnar sagði mér að hingað til hafi verið notaður margföldunarstuðull fyrir íslensku fyrirtækin en ekki ár. Hann vildi fá að skrifa grein um aðferðina okkar en ég held að gamla góða samheldnin hafi skilað okkur þessum verðlaunum. Við viljum koma fram kærum þökkum til allra sem veittu okkur atkvæði, þið unnuð þetta með okkur.�??