�?au viðbrögð sem ég fékk við grein minni um okrið á einokunarferðunum á milli lands og Eyja voru slík að ég hélt ótrauður áfram og sendi Vegagerðinni í krafti upplýsingalaga
ósk um að fá að sjá samning þann sem er í gildi á milli Vegagerðarinnar og Eimskips um Vestmannaeyjasiglingar ferjunnar Herjólfs. Svar hefur borist og kemur fram að ríkið greiðir Eimskip 680.999.000 króna á ári fyrir að reka Herjólf fyrir utan aukaferðir sem farnar eru. �?á er greitt aukalega fyrir það ásamt því að Eimskip fær alla innkomu af innheimtu fargjalda hverju nafni sem hún nefnist og er hagnaðurinn af rekstri ferjunnar sem rennur í vasa Eimskips líklega um 400 milljónir á ári. Hvorki Eimskip né nokkur annar sem tekur að sér rekstur Herjólfs á að hagnast um 400 milljónir á ári vegna þessarar þjónustu við Vestmannaeyinga og ekki minnkar hagnaðurinn við stórkostlega lækkun olíuverðs. Krafan er að fyrir eitt stykki bíl kosti 1000 krónur og frítt fyrir þá sem í bílnum eru og fyrir fullorðinn farþega sé gjaldið 500 kr. En samningurinn skiptir kannski minnstu máli í þessu samhengi og hvað það kostar að reka Herjólf eða aðra ferju til að sinna þessari þjónustu, við erum einfaldlega búin að borga fyrir þá þjónustu með sköttunum okkar eins og aðrir landsmenn og það ekkert smá og ríkið á lögum samkvæmt að greiða fyrir þá þjónustu sama hvað hún kostar. �?etta sanngirnismál um lækkun fargjaldanna snýst ekki eingöngu um okkur Eyjamenn þetta snýst um
alla okkar gesti og þá sem hingað vilja koma, alla Íslendinga, ferðamenn innlenda og erlenda og þá um leið alla þá sem þjónusta þessa gesti og ferðamenn. �?etta snýst einfaldlega um hvort það verður fýsilegt að búa hér í Eyjum í framtíðinni og það fólk sem hefur haft djörfung og dug til að reisa hér upp glæsileg mannvirki í alls konar þjónustu og ferðamannaiðnaði njóti ávaxta erfiðis síns eða hvort fólk festist í átthagaböndum og sitja uppi með fasteignir sem enginn vill kaupa og bankarnir hirði allt að lokum. �?að er ekki nýtt fyrir mér og það
eru ekki mörg ár síðan fasteignaverð hér í Eyjum var hið lægsta á öllu Íslandi en hefur aðeins hækkað síðustu 5 til 6 ár. Nú eða þá að fólk flytji bara burt þar sem það þarf
ekki að búa við slíka nauðung. Mitt næsta skref er að ég er langt kominn með undirbúning og skoðanakönnun meðal Eyjamanna um þetta sanngirnismál og að þessi skoðanakönnun verði afhent ráðamönnum og þingmönnum kjördæmisins til þess að þeir geti t.d. sett þetta á oddinn í næstu kosningum. �?g sá að einn þingmaður hefur lesið það sem ég hef verið að skrifa um þessi mál og tekið upp við sinn ráðherra og er það hið besta mál og vonandi styður hann þessa sanngirniskröfu um lægri fargjöld.