Fjölnir vann ÍBV 2:0 í Vestmannaeyjum í afar bragðdaufum leik en leikurinn var sá fyrsti í 13.umferð Pepsi-deildar karla. ÍBV var sterkari aðilinn til að byrja með en þvert gegn gangi leiksins komst Fjölnir yfir á 34.mínútu. Staðan 0:1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var virkilega bragðdaufur en ÍBV stýrði leiknum. �?að var hins vegar �?órir Guðjónsson sem gerði útum leikinn á 90.mínútu þegar hann komst einn í gegn og skoraði. Fjölnir er nú komið í 23 stig á meðan ÍBV er með 14 stig. Mbl.is greindi frá.