�??Samningurinn sem samþykktur var á sunnudaginn er í grunninn sá samningur sem var felldur í haust,�?? segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
�??Eftirfarandi viðbót kom þó inn. Greidd er kaupskráruppbót kr. 300.000 með orlofi til þeirra sem eru í starfi og voru lögskráðir 180 daga eða meira á árinu 2016. Hafi skipverjar verið lögskráðir færri daga en 180 daga greiðist uppbótin hlutfallslega. Er þetta eingreiðsla.
Skiptaverð á á aflaverðmæti sem landað er til eigin fiskvinnslu útgerðar er 0,5%-stigum hærra en ef landað er hjá óskyldum aðila. Skiptaverð er sem sagt 70,5% ef landað er hjá eigin vinnslu útgerðar en 70% ef landað er hjá óskyldum aðila.�??
�?á nefndi Valmundur að útgerðin lætur skipverjum í té nauðsynlegan hlífðar- og öryggisfatnað. Fatnaðurinn er eign útgerðarinnar en í umsjá skipverjans. Ákvæðið tekur gildi 1. maí 2017. �??Skipverjar fá einnig frítt fæði. Inn kemur grein um fjarskipti og fjarskiptakostnað skipverja. Samningstími er til 1. desember 2019.�??
�?á bendir Valmundur á bókanir sem hann segir dýrmætar fyrir sjómenn. �??�?etta er bókun um að samningurinn verði tekinn upp í heild sinni og endurskoðaður með það að markmiði að einfalda hann og gera skiljanlegri. Einnig að gerð verði stór rannsókn á hvíldar- og vinnutíma sjómanna á Íslandi. Stefnt skal að að kostnaðarhlutdeild verði greind sérstaklega með það að markmiði að gert verði uppúr 100% aflaverðmætis. �?essi vinna verður undir verkstjórn Ríkissáttasemjara.�??
Valmundur segir að nokkur gagnrýni hafi komið fram á stutta kosningu en kosningin stóð laugardag og sunnudag. �??�?ví er til að svara að samninganefndir sjómanna, allar með tölu SSÍ, SVG, VerkVest og SÍ ákváðu að hafa kosninguna áður en flotanum væri hleypt á sjó. Kosningaþáttakan 54% er í raun nokkuð góð. Í fyrrasumar var kosningaþáttakan eftir mánaðarkosningu um 32% og í haust um 67% eftir mánaðar rafræna kosningu.
Nánast engar kröfur útvegsmanna voru teknar til greina í samningsgerðinni sem er nokkur nýlunda miðað við samninga fyrri ára,�?? sagði Valmundur að endingu.