�?að voru á bilinu 260 manns sem mættu á sunddiskó í Sundhöll Vestmannaeyja síðastliðinn föstudag en þetta er í annað skiptið sem slíkt diskó er haldið en stefnan er að halda slíkt í hverjum mánuði. �?ar sem von var á fjölmenni var ákveðið að tvískipta kvöldinu og fengu því 12 ára og yngri fyrri part kvölds útaf fyrir sig. Mun fleiri voru hjá yngri hópnum eða um 160-170 krakkar ásamt foreldrum. Að þessu sinni var það hin geysivinsæla hljómsveit Áttan sem hélt uppi stuðinu ásamt heimamanninum DJ Bloody en sá síðarnefndi þeytir ekki einungis skífum heldur hefur hann einnig getið sér gott orð fyrir skemmtileg og fjölbreytt ljósasjó á milli þess sem hann fírar upp í eldvörpum sínum.
Í samtali við Eyjafréttir sagði Grétar �?ór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar stemninguna hafa verið magnaða eins og við mátti búast. �??�?etta var magnað og vorum við starfsfólkið sammála um að allt hefði farið vel fram. Við erum alltaf að læra í þessu enda ekki algengt að nota sundlaugar sem tónleikasal en ég held að bæjarbúar séu sammála um að þetta sé algjör snilld. Maður vill þó alltaf gera betur og hefði ég viljað sjá 50 – 100 manns í viðbót og þá sérstaklega á aldrinum 13-16 ára.�??
Er verið að vinna í því að fá skemmtikraft af sambærilegu kalíberi og Áttunni fyrir næsta sundlaugapartý? �??Maður vill ekki gefa of mikið upp en næsta stóra partý sem við erum að vinna í verður líklegast í lok júní. �?á er hugmyndin að fara allt aðra leið og vinna svolítið með Eyjastemninguna sem og að fá efnilega krakka úr tónlistarskólanum og tónlistarfólk úr Eyjum til að mynda kósý stemningu á heitum sumardegi. En að sjálfsögðu er alltaf góð stemning hjá okkur í sundlauginni á föstudagskvöldum þar sem við kveikjum á kertum og spilum góða músík,�?? segir Grétar og nýtir tækifærið til að lofa sundaðstöðuna sem Eyjamenn búa yfir. �??Við Eyjamenn erum með frábæra sundlaug í höndunum sem við eigum að nýta okkur betur. �?að er ekkert betra en að fara með börnin í sund og kíkja í spjallið í pottunum. �?að er hægt að koma á öllum tímum dagsins og hitta á gott fólk, morgunhanarnir Viggi, Bjarni Jónasar og co. eru í pottinum um sjö og svo koma Geir Jón og frú um tvöleytið eftir blaðburð. �?etta góða fólk, ásamt fleirum eru partur af því að gera hverja sundferð eftirminnilega,�?? segir forstöðumaðurinn að lokum.
Hér má sjá myndir �?skars Péturs Friðrikssonar, ljósmyndara Eyjafrétta, frá kvöldinu