�?að hefðu að ósekju mátt vera fleiri sem mættu í Höllina til að hlýða á Guðna Ágústsson, fyrrum þingmann og ráðherra og Jóhannes Kristjánsson eftirhermu í Höllinni á laugardagskvöldið. En þeir brugðust ekki og sýndu að þeir hafa engu gleymt, báðir uppistandarar af Guðs náð.
�?eir gátu þó ekki kvartað yfir viðtökunum sem voru frábærar, mikið hlegið og voru gestir þátttakendur í fjörinu. �?eir félagar komu víðar við í Eyjum, kíktu á Hraunbúðir þar sem heimilisfólk fagnaði þeim vel. Einnig réðust þeir inn í veislu hjá Geir Jóni �?órissyni sem fagnaði stórafmæli um helgina.
�?eir hafa áður komið fram á fastalandinu og tilefnið er fjörutíu ára afmæli Jóhannesar sem skemmikrafts þar sem Guðni var eitt fórnarlambanna. Sagði Guðni að það hafi verið dauðadómur í pólitíkinni hér áður fyrr ef stjórnmálamenn komust ekki á blað hjá Jóhannesi eða rötuðu í myndir Sigmunds. �?arna voru þeir því mættir Eftirherman og Orginalinn og kannski er Guðni að launa fyrir sig með þessari yfirreið þeirra um landið.