Fyrir bæjarráði í síðustu viku lá fyrir minnisblað frá bæjarstjóra um framkvæmdir við Ráðhúsið sem nú stendur autt.
Í minnisblaðinu er farið yfir kostnað og mögulega verkskiptingu vegna nauðsynlegra endurbóta á á húsinu sem upphaflega var sjúkrahús Vestmannaeyja. �?ar kemur fram að heildarkostnaður vegna verksins geti legið nálægt 200 milljónum og lagt til að verkinu verði skipt í áfanga.
Gert er ráð fyrir að hægt sé að byrja að nýta húsið vorið 2018 og ljúka endurbótunum að fullu á árinu 2020. Meðal helstu verka er að skipta um alla glugga, allar hurðir, endurnýja þak, setja lyftu í húsið, skipta um grunnplötu og ýmislegt fleira.
Bæjarráð þakkaði minnisblaðið og samþykkti verkið með fyrirvara um fjárhagsáætlun hvers árs. Ennfremur var samþykkt að fela bæjarsttjóra að skila minnisblaði til ráðsins um framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar. Í þeirri vinnu ber m.a. að horfa til frekari samþættingar og hagræðingar á heildarrekstri stjórnsýslunnar.
Fyrir fundinum lá ítrekuð ósk frá �?resti Bjarnhéðinssyni um að kaupa Ráðhúsið, gamla sjúkrahúsið. Bæjarráð þakkaði erindið en benti bréfritara á að Ráðhúsið, ,,gamla sjúkrahúsið er ekki til sölu�??.
Bæjarskrifstofurnar eru nú á annarri hæð Landsbankahússins við Bárustíg. Komið hafa fram hugmyndir um að Ráðhúsið verði hluti af söfnum bæjarins og móttökustaður fyrir bæjaryfirvöld.