�?að var góð þátttaka á hátíðarhöldum fyrsta maí, baráttudags verkafólks sem fram fór í Alþýðuhúsinu. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins flutti fyrsta maí ávarpið og nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sáu um tónlistina. Veitingar voru í boði stéttarfélaganna og litu margir við til að þiggja kaffi og efla baráttuandann.