Sameiginlegt verkefni okkar allra að sjá til þess að lög og kjarasamningar haldi
7. maí, 2017
�??Stéttarbaráttan á Íslandi er afar sterk miðað við mörg önnur lönd en mætti að sjálfsögðu vera sterkari. Við erum með þétt net af stéttarfélögum og almennt er fólk skráð í félag. �?að þýðir að félögin geta veitt öllum þjónustu sem til þess leita. Við urðum líka vör við það í samningunum 2015 þegar við boðuðum til verkfalla og lögðum niður vinnu í tvo og hálfan dag að það var mjög auðvelt að virkja fólk til þátttöku, bæði í aðdraganda átakanna og svo í átökunum sjálfum. Verkalýðshreyfingin er hins vegar aldrei sterkari en þau sem taka þátt í henni og það mætti vera meiri þátttaka í grasrótarstarfi og oft mætti samstaðan innan hreyfingarinnar vera sterkari,�?? sagði Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins þegar Eyjafréttir spurðu hana um stöðu stéttabaráttunnar á Íslandi í dag.
Starfsgreinasambandið hefur verið talsvert í fréttum vegna brota á starfsfólki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Er munur á fjölda og eðli brota á landsbyggðinni og í Reykjavík?
�??Fjöldi brota á vinnumarkaði fer í raun eftir fjölda fyrirtækja á hverjum stað. Á sumum landssvæðum, eins og á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi er mikill fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja og þeim fylgja oft og tíðum erfiðleikar. Bæði er það vanþekking þeirra sem reka fyrirtæki og eins getur verið um einbeittan brotavilja. Í byggingariðnaði er það sama uppi á teningnum. �?ar sem er mesta þenslan og mest um að vera, þar leynast líka brotin. Sem betur fer er eftirlit stéttarfélaga hvað sterkast á svæðum þar sem mest umsvif eru.�??
�?líkir hagsmunir
Talandi um landsbyggð og höfuðborgarsvæðis, er núningur þar á milli í sambandinu? �??�?g myndi kannski ekki tala um núning á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins en það er þannig að höfuðborgarsvæðið semur sérstaklega í kjarasamningum og landsbyggðin semur sérstaklega þó að niðurstaðan sé yfirleitt sú sama. �?etta á sér sögulegar skýringar þar sem Dagsbrún, hið gamla verkamannafélag í Reykjavík samdi aldrei með öðrum félögum og arftaki Dagsbrúnar, Efling stéttarfélag hefur haldið uppteknum hætti.
�?ll þessi félög eru hins vegar í Starfsgreinasambandinu og það er samstarf á milli félaganna, bæði í aðdraganda samninganna og við samningsgerðina sjálfa. Svo verður að líta til þess að hagsmunirnir eru oft ólíkir en það er reynt að virða það og flestir hafa skilning á því. Til dæmis skiptir það landsbyggðafélögin meira máli hvernig er samið í fiskvinnslunni. Sömuleiðis fara miklir peningar landsbyggðafélaganna í ferðakostnað, bæði fyrir félagsmenn til að sækja þjónustu og eins til að sækja fundi.�??
Hringi fyrst í Arnar
Eiga félög af landsbyggðinni rödd innan sambandsins? �??Já, svo sannarlega. Landsbyggðafélögin eru þau félög sem eru hvað virkust í starfinu innan Starfsgreinasambandsins og veita hvað mest aðhald. Stóru félögin á höfuðborgarsvæðinu eru frekar sjálfum sér nóg en minni félögin sækja frekari aðstoð. �?á eru félög eins og Drífandi mjög virk í að veita aðhald og koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í þeim atvinnugreinum sem eru ráðandi á hverju svæði. �?egar mig vantar upplýsingar um stöðu fiskverkafólks þá er iðulega fyrsta símtalið mitt til Arnars í Drífanda.�??
Ekki enn haft áhrif
Hvernig sérðu stöðu minni bæjarfélaga í ljósi sterkrar stöðu krónunnar sem bitnar á útflutningsgreinum? Er það farið að hafa áhrif á ykkar fólk á þessum stöðum? �??Á flestum stöðum hefur þetta enn sem komið er ekki mikil áhrif. �?ar kemur til að ferðaþjónustan bætir upp hugsanlega fækkun starfa og eins eru innfluttar vörur ódýrari en áður og kaupmáttur hefur því vaxið. �?að er hins vegar áhyggjuefni að mörg fyrirtæki bera fyrir sig veikari stöðu og flytja vinnslu á milli landshluta eða leggja hana af. �?að er ótrúleg skammsýni og skortur á ábyrgð gagnvart samfélaginu. �?etta sjáum við gerast til dæmis á Akranesi þegar Grandi hótar að loka. Við hins vegar kaupum það ekki að fyrirtæki sem hafa malað gull hin síðari ár þurfi allt í einu að herða sultarólina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir vinnandi fólk.�??
Verðum líka að verja réttindi erlends starfsfólks
Erlent fólk er að verða æ stærri hluti af vinnuafli hér á landi. �?ví fylgja áskoranir og ábyrgð, ekki síst stéttarfélaganna. Erum við sem þjóð að standa okkur í þessu og eins stéttarfélögin? Hvað brennur helst á og hvernig má gera betur? �??�?að er ein stærsta áskorun stéttarfélaganna að verja réttindi erlends starfsfólks. Ef við leyfum því að gerast að útlendingar sem koma hingað til að vinna séu á lakari kjörum en Íslendingar þá hefur það áhrif á okkur öll til frambúðar. �?á lækka laun í heildinni hér á landi. Við erum lítil þjóð sem hagar sér stundum eins og hún sé milljóna þjóð og við þurfum útlendinga til að halda úti velferðarkerfinu og atvinnulífinu.
Sem betur fer erum við svo heppin að fólk er til í að koma utanúr heimi og aðstoða okkur hérna. �?etta fólk kemur hins vegar oft frá allt öðrum vinnumarkaði og gerir sér ekki grein fyrir að hér er beinlínis ólöglegt að borga undir töxtum eða snuða fólk um önnur lágmarkskjör. Við höfum því lagt áherslu á að þýða mjög mikið af efni. ASÍ hefur sérstaklega staðið sig vel í þessu síðustu ár með bæklingum og veggspjöldum til að koma skilaboðunum til sem flestra. Svo erum við með vinnustaðaeftirlit þar sem okkar fulltrúar geta upplýst alla sem vinna um réttindi þeirra. Mörg stéttarfélög eru með túlka á sínum fundum eða halda sérstaka fundi með ákveðnum tungumálum.
Hin síðari ár höfum við líka orðið mjög vör við útlendinga sem vilja koma hingað og vinna uppá fæði og húsnæði. �?að er ekki löglegt hér á landi þó það sé löglegt í mörgum öðrum löndum. Í Evrópu hefur atvinnuleysi ungs fólks verið gríðarlega hátt og margir sem vilja bara vinna til að geta sýnt fram á það í ferilskránni sinni að þau hafi unnið handtak á ævinni. �?að eru því gríðarlegar áskoranir sem fylgja því að vinnumarkaðurinn er í örum vexti og útlendingar sækja hingað í sí auknum mæli. �?að má líka benda á það að íslenskir vinnufélagarnir veita oft bestu upplýsingarnar. �?etta er sameiginlegt verkefni okkar allra að sjá til þess að lög og kjarasamningar haldi,�?? sagði Drífa Snædal að endingu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.