Bæjaráð fjallaði á fundi sínum í dag um þá slæmu stöðu sem upp er komin vegna ákvörðunar Vegagerðarinnar um að nýta Baldur til siglinga fyrir Herjólf á meðan hann er í slipp án þess að fengin hafi verið undanþága til siglinga á hafsvæði B fyrir hann.
�??Fyrir liggur að enn hefur ekki fengist undanþága Innanríkisráðuneytis til siglinga Baldurs í �?orlákshöfn en erindi þar að lútandi hafa í tvígang verið send inn og �?rátt fyrir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um að Baldur hefði ekki heimild til siglinga um hafsvæði B stóð bæjarráð í þeirri trú að eins og áður fengist slíkt.
Krafa bæjarráðs og Vestmannaeyjabæjar hefur alla tíð verið skýr hvað varðar það að ekki komi á neinum tíma til greina að fengið sé afleysingaskip fyrir Herjólf sem ekki hefur heimild til siglinga í �?orlákshöfn. Til marks um það má nefna fjölmargar ályktanir og erindi send hafa verið samgönguyfirvöldum og vísast þar til að mynda til samþykkt bæjarráðs á 2874. fundi ráðsins þar sem segir að öllum tímum skuli �??…tryggt að fullnægjandi skip leysi Herjólf af á meðan á slipptöku stendur�??
Seinustu ár hefur ríkt samkomulag milli Vestmannaeyjabæjar, atvinnulífsins í Vestmannaeyjum, hins almenna bæjarbúa og samgönguyfirvalda um að í lengri frátöfum Herjólfs vegna slipptöku og viðhalds myndi skip sem réði við siglinar í bæði Landeyjahöfn og �?orlákshöfn annast þjónustu. Bæjaráð harmar að það samkomulag hafi nú verið rofið og hvetur þingmenn suðurlands til að láta sig málið varða,�?? segir í fundargerð.