Grindavík hefur fengið varnarmanninn Jón Ingason til liðs við sig frá ÍBV.
Fotbolti.net greinir frá.
Jón rifti samningi við ÍBV eftir síðasta tímabil og æfði bæði með Víkingi R. og Grindavík í vetur.
Á endanum ákvað Jón að gera nýjan samning við ÍBV en hann hefur hins vegar ekki verið ofarlega í goggunarröðinni í byrjun móts.
Jón lék 20 leiki í Pepsi-deildinni með ÍBV í fyrra en hann var ekki í leikmannahópi Eyjamanna í fyrsta leik gegn Fjölni á dögunum. Á sunnudaginn kom hann inn á sem varamaður gegn Stjörnunni.
Hinn 21 árs gamli Jón hefur nú gengið í raðir Grindavíkur en hann getur spilað sinn fyrsta leik gegn Víkingi �?lafsvík á sunnudag.
Jón leikur með Grindvíkingum fram í ágúst en þá mun hann fara til Bandaríkjanna í háskóla.