Fyrir bæjarráði í síðustu viku lá fyrir innheimtubréf um greiðslu orlofs húsmæðra sem miðast við 106,40 kr. á hvern íbúa í Vestmannaeyjum miðað við vísitölu neysluverðs í febrúar árið 2016 samkvæmt Hagstofu Íslands. Var þess óskað að Vestmannaeyjabær greiði Kvenfélaginu Líkn 602.674 kr. vegna orlofs húsmæðra.
Í fundargerð segir að bæjarráð hafi áður lýst yfir fullum stuðningi við einróma ályktun kvennafundar bæjarstjórnar á kvenréttindadaginn 19. júní 2008 þess efnis að greiðsla húsmæðraorlofs væri ekki í anda jafnréttis. �??Sá stuðningur er óbreyttur. Hins vegar hefur bæjarráð Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær átt afar farsælt samstarf við Kvenfélagið Líkn allt frá stofnun þess 14. febrúar 1909.
Samstarfið hefur fyrst og fremst einkennst af gagnkvæmri virðingu og samstöðu í því sem snýr að líknarmálum og hefur það til að mynda skilað sér í framlögum til tækjakaupa Sjúkrahússins, uppbyggingu í málefnum aldraðra og mörgum fleiri góðum málum. Bæjarráð er afar annt um að hvergi beri skugga á það samstarf og samþykkir því að greiða Líkn 700.000 kr. og hvetur Líkn til að nýta upphæðina til góðgerðamála,�?? segir í fundargerðinni
Stefán �?skar Jónasson, fulltrúi E-listans lét bóka: -�?g fagna þessari niðurstöðu þar sem ég hef stutt málið frá upphafi.
Málið á sér nokkra forsögu og nær aftur til ársins 2007 og aftur árið 2008. Árið 2015 segir í bæjarráði: �??Verður ekki séð að lög um orlof húsmæðra uppfylli þetta skilyrði enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar,�?? sem varð niðurstaðan sem nú hefur verið dregin til baka.
Og enn og aftur stóð Stefán �?skar með konunum.