�??Drangavík og Brynjólfur eru á humar hjá okkur og hafa veiðar gengið þokkalega. �?eir hafa verið austurfrá en veðrið hefur aðeins verið að stríða okkur,�?? sagði Gunnar Páll Hálfdánsson, framleiðslustjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar um humarvertíðina sem nú stendur sem hæst.
Humarinn skapar mikla vinnu og eru á milli 40 og 60 manns að störfum hjá þeim þegar vinnsla er í fullum gangi. �??Við höfum keyrt á okkar fastafólki en þetta er ekki stöðug vinna, kannski tveir til þrír dagar í viku. Við tökum inn eitthvað af skólakrökkum og eru nemendur úr Framhaldsskólanum byrjaðir að tínast inn.�??
Gunnar Páll segir að humarinn sé góður og reynt sé að pakka sem mestu af honum heilum. �??Sá hluti hans sem er brotinn eða eitthvað skemmdur er slitinn og halarnir frystir,�?? sagði Gunnar.
Myndin er tekin um borð
í Brynjólfi og hana tók
Erlingur Guðbjörnsson.