Gríðarlegar framkvæmdir standa yfir á vegum Vinnslustöðvarinnar um þessar mundir. Segja má að unnið sé á fjórum stöðum samtímis og gert er ráð fyrir verklokum alls staðar í sumar.
Unnið er að stórfelldri stækkun frystigeymslunnar á Eiði, smíði nýs mjölhúss og viðbyggingu, umfangsmiklum breytingum vegna nýrrar flokkunarstöðvar fyrir uppsjávarfisk og uppsetningu þriðja pökkunarkerfisins í nýja uppsjávarfrystihúsinu og auka þannig afköst þar verulega. Mögulegt er að setja upp fjórða pökkunarkerfið síðar ef svo ber undir.
�?etta kemur fram á heimasíðu VSV. �?að var verktakafyrirtækið Eykt sem reisti uppsjávarfrystihúsið, sem tekið var í notkun í október 2016, og er nú með framkvæmdir við mjölhúsið, frystigeymsluna og flokkunarstöðina á sinni könnu.