Ef einhver hér á landi kann að skemmta fólki er það �?rn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison. Hann er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar og eru mörg laga hans komin í klassíska flokkinn. Hann mætti með öfluga sveit í Höllina á föstudagskvöldið þar sem mættu vel á þriðja hundruð gestir sem skemmtu sér frábærlega.
Hann er orðinn hálflúinn kassagítarinn sem hann þjösnast á en á einhvern ótrúlegan hátt tekst honum að galdra fram hljóma sem heillar. Söngurinn er líka einstakur og þegar hann mætir með sína frábæru hljómsveit getur ekkert klikkað. �?au fluttu efni af nýju plötunni, Enjoy í bland við eldri lög. Blanda sem svínvirkaði.
�?að er valin maður, já og kona, í hverju rúmi í hljómsveitinni., Tobbi á hljómborð og gítar, Guðni Finns á bassa, Rósa Sveinsdóttir á bariton saxafón og svo Arnar Gíslason á trommur sem naut sín til fulls þetta kvöld. Um hljóð sá Bjöggi Sigvalds og á hann mikið hrós skilið.
Já, það var kátt í Höllinni þar sem tónlistarfólkið og gestir slóu saman tóninn, þennan einstaka Mugisons tón sem heillar svo marga.