Ný verslun Icewear er staðsett niður við Básaskersbryggju 2 og býður upp á vandaðan útivistarfatnað, skó og fylgihluti á góðu verði fyrir alla fjölskylduna. Einnig er úrval af Icewear fatnaði, teppum og ýmsum öðrum aukahlutum sem allt er unnið úr gæða ull. Í Icewear er einnig áhersla á smávörur og minjagripi fyrir gesti og gangandi sem sækja Vestmannaeyjar heim.
Í versluninni verða góð opnunartilboð fyrir Eyjamenn á öllum Icewear fatnaði næstu dagana og bjóðum við alla velkomna að kíkja við og skoða fjölbreytt úrvalið.
Sagan nær aftur til ársins 1972 þegar framleiðsla á fatnaði hófst á Hvammstanga með áherslu á ýmsar ullarvörur. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Icewear vörumerkið kom til sögunnar árið 1984. Vörulínan spannar í dag eitt mesta úrval landsins af útivistarvörum fyrir dömur, herra og börn í bland við einstakt úrval af ullarfatnaði og aukahlutum.
Vörur Icewear eru hannaðar á Íslandi og taka mið af þeim sér íslensku aðstæðum sem náttúran og veðurfarið bjóða upp á. Framleiðsla fer fram bæði hérlendis og erlendis þar sem áhersla er lögð á gæði og vellíðan við allar aðstæður og umfram allt sanngjörn verð.
Í dag verslanir fyrirtækisins undir merkjum Icewear, Icewear Magasin og Ice-mart samtals ellefu talsins staðsettar í Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyjum og í Vík og að auki netverslunin www.icewear.is.
Verið velkomin í verslun okkar við Bása við tökum vel á móti ykkur.
-Starfsfólk Icewear í Vestmannaeyjum