Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, var á dögunum valinn besti leikmaður og besti sóknarmaður ársins í Olís-deild karla á lokahófi HSÍ en hann var jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar með 233 mörk. Sandra Erlingsdóttir, miðjumaður ÍBV, var sömuleiðis verðlaunuð fyrir framgöngu sína í vetur en hún var valin efnilegasti leikmaður ársins í Olís-deild kvenna.