Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur valið leikmannahópinn fyrir Gjensedige Cup sem fram fer í Noregi (Elverum) dagana 8. �?? 11. júní 2017. �?eir leikmenn sem leika í þýsku deildunum komast ekki í þetta verkefni ásamt því að Geir Sveinsson gaf leikmönnunum Aroni Pálmarsyni, Ágeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni frí í þessu verkefni. Fulltrúar ÍBV eru þeir Theodór Sigurbjörnsson, Stephen Nielsen og Kári Kristján Kristjánsson.