Hlustum á raddir nemenda
2. maí, 2017
Í upphafi skólaslitaræðu sinnar kom Helga Kristín inn á nokkra mikilvæga punkta varðandi skólastarf. �??Menntun eykur víðsýni, eykur skilning okkar á því að líf allra er jafn mikilvægt. Í skólanum sækja nemendur tíma í ótal námsgreinum þar sem setið er og spjallað um það sem skiptir máli í lífinu. �?ar ræða þeir mikilvægar spurningar við samnemendur sína og kennara og fá þjálfun í að skoða mál út frá mismunandi sjónarhóli. Fyrir marga er þessi þáttur menntunar sá notadrýgsti. Að fá tækifæri til að skoða hugmyndir og atburði í víðara samhengi, að máta sig og sínar skoðanir við það sem öðrum finnst. Drifkrafturinn í skólanum eru nemendur og kennararnir hvetja þá til samvinnu, samræðu og skapandi starfs í stað þess að vera þiggjendur og upplýsingatakar. Hlutverk skólans er að auka nemendum þor til að sjá tækifæri, grípa þau og koma hlutum í framkvæmd �?? að skapa.�??
Áhersla á árangursríkt skólastarf
Nemendur í FÍV eru heilt yfir ánægðir með kennara sína og nám og glíma jafnframt við minna þunglyndi og minni kvíða en jafnaldrar þeirra á landsvísu. �??Markmið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum hefur verið og er að allir nemendur nái árangri og til þess að svo megi vera þá leggjumst við á eitt um að námið sé fremst í forgangsröðinni. Við hlustum á raddir nemenda, vinnum með þeim og fáum þá til að vinna með okkur. �?að er ekki það sama og láta allt eftir þeim eða leyfa þeim að hafa námið bara eins og þeim sýnist, lýðræði snýst ekki um það. Miklu frekar erum við að kenna nemendum okkar að bera ábyrgð á námi sínu og um leið að bera virðingu fyrir því sem þeir eru að gera og til að ná árangri þá þarf maður að vinna fyrir honum.
Við mælum sjálf ýmsa þætti skólastarfsins og notum meðal annars áfangamat en þar leggja nemendur mat á þá áfanga sem þeir stunda nám í. �?ar kemur í ljós að nemendur eru ánægðir með kennarana sína og námið í heild sinni. �?að sem þeim finnst best er hvað vinnan í kennslustundunum er árangursrík, en það sem þeim finnst erfiðast eru prófin og einn gat þess sérstaklega að prófin væru einstaklega erfið ef maður mætti í þau ólesinn. Námsárangur er metinn um miðja önn og annarlok og þá kemur í ljós að ástundun og árangur haldast í hendur. �?eir sem ekki hafa stundað námið eru líklegastir til að ná ekki áföngunum.
Við tökum einnig þátt í könnun á landsvísu um líðan fólks í framhaldsskólum, þar kemur enn og aftur í ljós að nemendur Framhaldsskólans glíma við minna þunglyndi og minni kvíða en jafnaldrar þeirra, sofa betur, borða minna af sælgæti, drekka minna af gosdrykkjum en borða því miður einnig minna af grænmeti en jafnaldrar.Við mælum brottfall á hverri önn, um jólin mældist brottfallið undir 5% en á vorönninni var það rétt yfir 6%, sem er býsna gott, því vorannirnar eru mun erfiðari með tilliti til brotfalls en haustin,�?? sagði Helga Kristín.
Í öðru sæti í stofnun ársins
Við tókum þátt í könnun um Stofnun ársins og náðum þeim árangri að vera í öðru sæti, sem er ekkert nema frábært og tækist ekki nema vegna þess að starfsfólkið er samhent og vinnur allt að sama markmiðinu sem er að skólinn nái árangri. Niðurstöðurnar sýna að starfsfólkinu líður vel í vinnunni, það er helst að það myndi gjarnan þiggja hærri laun.
Kennarar skólans vinna að starfsþróunarverkefni og núna í maí fékk verkefnið styrk frá Sprotasjóði, þannig að hægt verður að efla það verkefni næsta vetur. En það miðar að því að auka fagmennsku kennaranna og efla lærdómssamfélagið. Við sjáum og getum verið sammála um að við erum að ná árangri en það eru krefjandi verkefni framundan,�?? sagði Helga Kristín.
Nemendum fækkar
�??Mikil umræða hefur verið um framhaldsskóla í fjölmiðlum á undanförnum vikum, en sú umræða er um sameiningu skóla, niðurskurð fjárveitinga til framhaldsskólastigsins, brottfall og fjármál skólanna,�?? sagði Helga og vísaði í umdeilda sameiningu Fjölbrautarskólans í Ármúla og Tækniskólans.
�??Nemendum í framhaldskólum landsins er að fækka og er það einnig staðreynd í Vestmannaeyjum. Nemendum í skólanum hefur verið að fækka og sú þróun heldur áfram, okkur sýnist að þeim muni fækka um 15% frá því nú er til ársins 2020. Nemendafjöldi skólans stefnir í að verða á árinu 2020 álíka og hann var í kringum 1990. Í kringum 1990 vorum við að útskrifa nemendur af mörgum ólíkum námsbrautum og hlutfallið var á þeim tíma þannig að þeir sem luku stúdentsprófi voru heldur færri en þeir sem luku starfsnámi. �?að sýnir okkur að það er hægt að bjóða upp á starfsnám samhliða bóknámi í fámennum skólum. Stærð skóla er mikið í umræðunni og umræðan litast af því að því stærri sem einingin er því betra er það fyrir nemendur.
Við í Framhaldsskólanum bjóðum ekki upp á jafn marga áfanga á hverri önn eins og stærri skólarnir, en námsframboðið er mikið og þegar litið er á námstímann sem nemendur eru í skólanum þá er framboðið sambærilegt. Við kennum alla áfanga sem nemendur þurfa til að ljúka námi á þeim brautum sem þeir stunda og einnig bjóðum við upp á áfanga í vali til að nemendur nái þeim hæfniviðmiðum sem háskólarnir hafa sett.
Við erum í samstarfi við aðra skóla, þannig að ef nemendur hafa áhuga á áföngum sem við getum ekki boðið þeim geta þeir stundað þá í fjarnámi. �?að er ekki mikið um það, það var vinsælt á tímabili en það hefur dregið verulega úr því. Iðn- og verknámið á í vök að verjast um land allt og verknámsskólarnir hafa allir sett sér það markmið að árið 2020 innritist 20% nemenda í iðn- og verknám strax að loknum grunnskóla. Við höfum lagt áherslu á vélstjórnarnámið, einfaldlega vegna þess að mikil vöntun er á fólki með þá menntun í Eyjum. Námið er mjög hagnýtt og veitir mikla möguleika til fjölbreyttra starfa og til áframhaldandi náms. Aðsóknin að því námi er einnig ágæt og núna hafa 10% nemenda úr grunnskólanum, sem hefja nám við skólann í haust, innritað sig í vélstjórnarnám.
Krefjandi að auka iðn- og verknám án aukins fjármagns
�??Framhaldsskólastigið hefur verið undirfjármagnað í mörg ár, menn eru ekki sammála um hversu mikið fjármagn vanti inn í kerfið en tölurnar eru frá tveimur upp í sautján milljarða. Okkur vantar um 70 milljónir til að endurnýja þann búnað sem við þyrftum, en við erum að vinna í áætlun um hvernig að endurnýjunni verður staðið,�?? segir Helga Kristín um fjársvelti menntakerfisins.
Við erum að bæta aðbúnað nemenda og í haust tókum við í gagnið kennslueldhús sem nýtist nemendum á starfsbrautinni einstaklega vel. Við erum búin að kaupa búnað í raungreinakennsluna og geta nemendur nú m.a. einangrað DNA úr frumum og í verknámið er kominn CNC rennibekkur auk annars búnaðar.
�?egar undirfjármögnun skólans var sem mest þá gripum við til þess ráðs að fjölga í bekkjum og erum hægt og rólega að vinda ofan af því og þeim hefur fækkað áföngunum sem eru yfirbókaðir. Til þess að sú þróun geti haldið áfram, þá mega fjárveitingar til skólans ekki minnka þó að nemendum fækki eitthvað.
Við höfum alltaf sagt og vitum að FÍV er góður skóli fyrir alla nemendur og við það viljum við standa. Við horfum ekki á einkunnir, stétt eða stöðu þegar við tökum nemendur inn í skólann og við viljum geta boðið nemendum okkar upp á fjölbreytileika, því það er það sem bíður þeirra í framtíðinni.�??
�??Dáið er alt án drauma�??
Í ár voru það 16 nemendur sem luku námi af 5 mismunandi námsbrautum. �??Námið er mislangt og hefur það tekið nemendurna mislangan tíma að ljúka því. Við erum öll stolt af nemendunum sem voru hérna uppi á sviði, glæsilegir fullorðnir einstaklingar með útskriftarhúfu á höfði og skírteini í hönd.
�?eir nemendur sem voru að ljúka námi standa núna á tímamótum. Framhaldsskólanámi er lokið, flestir voru að ljúka stúdentsprófi og geta hafið nám í háskóla, hér á Íslandi eða í útlöndum og nú búum við svo vel að þeir getið hafið háskólanám í Vestmannaeyjum.
�?eir sem voru að ljúka námi af starfsbraut fara flestir að starfa í Heimaey, hæfingarmiðstöð. Við verðum að taka höndum saman og vinna markvisst að því að boðið verði upp á meira nám og markvissari símenntun fyrir þá sem útskrifast af þeirri braut. �?eir eiga að hafa tækifæri til að afla sér meiri menntunar alveg eins og nemendur sem útskrifast af öðrum brautum skólans.
Fyrir hönd Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þakka ég ykkur samfylgdina og óska ykkur alls góðs, hvert sem leiðir liggja. �?ið hafið staðið ykkur vel og verið skólanum til sóma. Mér er heiður að því að vera með ykkur í dag, á stórum degi í lífi ykkar. �?ið hafið lokið merkum áfanga, eruð komin með lokapróf úr framhaldsskóla.
�?að eru mikil verðmæti í ykkur fólgin. �?g veit að þeir sem eru hér með okkur geta staðfest það, án þess að hika. Ykkar bíða krefjandi verkefni, framtíð samfélagsins liggur í höndum ykkar. �?ið eruð það fólk sem býr til fyrirtæki framtíðarinnar, sér um að halda þjónustustarfsemi og framleiðslu gangandi, annast um og hlúa að ungum, öldruðum og sjúkum. �?ið eruð framtíðin.
�?g hvet ykkur til þess að nýta þessi tímamót til þess að hugsa um það hver verður næsti áfanginn á ykkar þroskabraut. Setja ykkur markmið og ákveða næstu skref til þess að ná þeim. Markmiðin geta snert allt milli himins og jarðar, bara að þau skipti ykkur sjálf máli. �??Dáið er alt án drauma,�?? segir Halldór Laxness í kvæði sem er að finna í fyrstu skáldsögu hans Börnum náttúrunnar,�?? sagði Helga Kristín er hún vitnaði í nóbelsskáldið undir lok ræðu sinnar.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.