Konan sem leyfir lífinu að sigra
6. júní, 2017
�?au eru misjöfn verkefnin sem lífið leggur á herðar fólks. Hjónin Brynhildur Brynjúlfsdóttir og Rafn Pálsson eða Binna og Rabbi eins og þau eru kölluð í Eyjum hafa glímt við erfið verkefni. �?au eru nú búsett á Álftanesi og rækta þar garðinn sinn. Blaðamaður Eyjafrétta rölti yfir í Vesturtúnið til Binnu og tók hana tali.
,,�?g er bara stelpa úr Eyjum og er ennþá stelpa, segir Binna þegar hún er spurð hver hún sé. ,,�?g er þriggja barna móðir og amma tveggja barnabarna. Byrjaði að vinna í �?tvegsbankanum í Eyjum árið 1977 og er enn í bankageiranum. Nú er það Arion banki. �?g held að uppvaxtarárin í Eyjum hafi mótað mig mest og tíðarandinn sem var þá. Frelsið að búa í litlu samfélagi. �?að er eflaust þess vegna sem við settumst að á Álftanesinu þegar við fluttum upp á land. �?ar er ég líka nálægt sjónum og ekki alveg inni í mannmergðinni. �?að var líka ódýrt að kaupa hér húsnæði á þeim tíma,�?� segir Binna brosandi.
Spila úr þeim spilum sem gefin eru
Binna segir að þegar elsti sonur þeirra Páll Ívar fór í framhaldsnám til Reykjavíkur hafi þau nýtt tækifærið og látið verða af því að taka sig upp og flytja á höfðuðborgarsvæðið. ,,Við fluttum árið 1999, þá var atvinnuástand erfitt í Eyjum og laun lægri en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þau voru töluvert betri. �?ar er einstaklingurinn metinn að verðleikum. �?að hafa líka allir gott af því að rífa sig upp og breyta til. �?að var ekki erfitt að flytja þegar ákvörðunin var tekin, en ég sakna auðvitað fólksins og náttúrunnar í Eyjum.�?�
�?egar Binna flutti upp á land, hóf hún störf til að byrja með hjá Krabbameinsfélaginu en flutti sig fljótlega yfir í Sparisjóð Kópavogs. Binna var nýbyrjuð í verðbréfadeildinni þar þegar hrunið varð og í þeirri deild var lítið að gera eftir hrun. ,,Mér var því sagt upp og fékk stuttu síðar vinnu hjá Umboðsmanni skuldara. �?að var erfitt starf og reyndi á. Fólk þurfti að taka erfið skref og oft ýjaði fólk að því að það ætlaði að henda sér í sjóinn eða gera eitthvað annað. Neyðin var svo mikil. Næst lá leið mín í Arionbanka í Hafnarfirði og þar er ég enn.�?�
Binna og Rabbi koma bæði úr stórum fjölskyldum sem hafa þurft að takast á við áföll.
,,Maður spilar úr þeim spilum sem maður fær. �?g veit ekki hvar ég á að byrja. �?g var ófrísk af Jónatani Helga þegar Biddý tengdamamma fór. �?að var mjög erfitt. Hún hvarf og það hefur aldrei til hennar spurst. �?að var líka gífurlegt áfall þegar Jónatan Helgi sonur okkar féll fram af svölum á fjórðu hæð á hóteli á Kanaríeyjum.�?�
Héldum alltaf í vonina
,,Fyrsta áfallið kom þegar María �?sk, kærasta Jónatans hringdi til að segja okkur frá slysinu og að hann væri í lífshættu á sjúkrahúsi. Hann var með alvarlega höfuðáverka, höfuðkúpan brotin auk þess sem hann var lærbrotinn og með brotin rifbein. Flugleiðir voru okkur innan handar við að finna leiðir til þess að koma okkur til Kanaríeyja eins fljótt og hægt var. Eftir 30 klukkustundir vorum við komin á áfangastað en fengum ekki að sjá Jónatan fyrr en þremur klukkustundum seinna. �?að var langur tími að bíða. Reglurnar á gjörgæsludeildinni voru þær að einungis voru leyfðar heimsóknir tvisvar á dag, í klukkutíma í senn. Og aldrei fleiri en þrír í heimsókn í einu. �?að voru engar undantekningar gerðar,�?� segir Binna og það fer ekki á milli mála að það tekur á hana að rifja upp atburðinn.
,,Við vorum hjá Jónatani á sjúkrahúsinu í fjórar vikur og það var mjög erfiður tími. �?að tók á að fá bara að sjá hann tvisvar á dag í klukkutíma í senn. Jónatani var haldið sofandi allan tímann og við héldum alltaf í vonina. Við fengum gagnlegar upplýsingar frá læknunum bæði þegar það voru góðar fréttir og slæmar.�?� �?egar átti að byrja að vekja Jónatan kom í ljós að heilastarfsemin var engin. ,,Fréttirnar voru reiðarslag, annað áfall. Áður en Jónatan var tekinn úr vélunum kom til okkar teymi sem bað um líffæri úr honum.�?� Binna gerir stutt hlé á frásögn sinni og þurrkar tárin sem brjótast fram.
Leyfum okkur að gráta
,,Við leyfum okkur að gráta þegar við þurfum og það er gott að geta talað um hlutina,�?� segir þessi sterka kona og heldur áfram með frásögnina. ,,�?að var engin umræða um líffæragjafir á Íslandi á þessum tíma. �?etta var rosalega erfið stund. Við þurftum þó ekki að hugsa okkur lengi um. Við vorum nokkuð viss um að Jónatan hefði viljað að líffærin hans gætu komið öðrum til góða. Við fréttum það svo seinna að þrjú ungmenni á Spáni hefðu fengið líffæraígræðslu og allar hefðu þær tekist vel.�?�
Binna er með ákveðnar skoðanir hvað varðar líffæragjafir. ,,Mér finnst að allir ættu að skrá sig eða það sem betra er að það sé gengið út frá því að allir vilji vera líffæragjafar nema þeir taki annað fram fram. Við vissum ekkert um líffæragjafir þegar við þurftum að taka ákvörðun. Við höfðum séð þetta í sjónvarpi og vissum að einhverjir höfðu farið til útlanda og fengið líffæri.�?�
,,Við fengum að kveðja Jónatan áður en vélarnar voru teknar úr sambandi. Síðan sáum við hann ekki aftur fyrr en hann var dáinn, rétt áður en kistunni var lokað, segir Binna og sársaukinn í augunum segja meira en þúsund orð. ,,�?að hjálpar að vita af þessum þremur ungmennum sem fengu líffærin. �?að var þá alla vega einhver tilgangur fyrst að Jónatani varð ekki bjargað.�?�
Lífsviljinn er mikill
�?að er erfitt að ímynda sér hvernig foreldrar takast á við aðstæður sem Binna og Rabbi voru í á Kanarí-eyjum fyrir ellefu árum síðan.
,,Okkar stoð og stytta var Auður Sæmundsdóttir fararstjóri á Kanaríeyjum. Hún hjálpaði okkur í gegnum ferlið. Við fengum enga aðstoð frá íslenska konsúlnum. �?ví hlutverki sinnti eldri Spánverji sem var þá í veikindaleyfi. Auður reddaði þeim hlutum sem þurfti. �?að var styrkur í því að fá Palla son okkar út, en það var Vestmannaeyingur sem gekk úr sæti fyrir hann svo hann kæmist með næstu vél. Snorri Benedikt varð eftir í góðri umsjá �?ldu og Kalla, bróður Rabba.
Hvernig komast foreldar í gegnum áfall þegar barnið þeirra slasast lífshættulega og deyr af áverkunum? ,,�?g bara veit ekki hvað ég á að segja. Maður bara verður, ég á fleiri börn og aðra sem standa mér nærri. Lífsviljinn er mikill og maður gerir allt til þess að halda áfram. �?g veit ekki hvernig ég á að orða þetta. Við vissum að Jónatan var illa höfðkúpubrotinn en við héldum í vonina og vildum vera til staðar þegar hann myndi vakna, við efuðumst aldrei um það. �?etta voru í rauninni tvö áföll. Fyrst slysið sjálft og svo fréttirnar um að Jónatan myndi ekki ná að lifa það af.�?�
�?að gekk ekki þrautalaust að koma jarðneskum leifum Jónatans Helga heim til Íslands. �?llu leiguflugi beint til og frá Íslandi var hætt þegar Jónatan dó mánudaginn 1. maí árið 2006 og erlend flugfélög sem Rabbi og Binna töluðu við voru ekki tilbúin að fljúga til Íslands með Jónatan og foreldra hans.
Best að tala um hlutina
,,�?g vildi ekki láta flytja hann öðruvísi en að við fylgdum honum alla leið. �?g var ekki tilbúin að Jónatan færi með öðru flugi en við. Yrði settur í fraktgeymslu við hinar og þessar aðstæður. �?að varð úr að flugfélagið Ernir sendi út leiguflugvél til Kanaríeyja fjórum dögum seinna. Við fengum góða hjálp frá mörgum aðilum sem gerði okkur kleift að fylgja Jónatani alla leið heim.�?�
Binna segir að eftir jarðarför Jónatans hafi komið visst tómarúm og þá hafi úrvinnslan hafist. ,,Við erum heppin að eiga marga góða að. Stórfjölskyldan er samheldin og vinnuveitendur okkar Rabba voru mjög skilningsríkir á meðan við vorum að reyna að fóta okkur áfram í lífinu. �?að hjálpaði mikið til að Einar Rafn barnabarnið okkar, sonur Palla fæddist nokkrum mánuðum síðar. Hann er mikill gleðigjafi,�?� segir Binna og bros færist yfir andlitið.
�??Svo heldur maður bara áfram lifa. Dauði Jónatans er staðreynd sem ég hugsa um svo til á hverjum degi. �?g hef val. Stundum þarf ég að vera Pollýanna og stundum þarf ég að setja upp grímu. �?g get haft það ömurlega skítt með því að leyfa mér ekki að lífa lífinu fyrir sjálfa mig eða aðra. En ég hef líka skyldur gagnvart öðrum. Svo lærir maður að lifa með þessu og hættir að velta sér upp úr því sem gerðist. �?að bætir ekki ástandið að liggja undir sæng. Við sýnum Jónatani Helga enga virðingu með því.
�?að skiptir máli að halda áfram og komast í gömlu rútínuna. Gera það sem þarf, vaska upp og elda og allt það. �?að er hægt að fá hjálp frá fagaðilum. Við fengum mikla hjálp frá sr. Jónu Hrönn, kannski meira í formi sálgæslu en á trúarlegum nótum. Við Rabbi eigum okkar barnatrú og okkur finnst gott að fara upp í Garðakirkjugarð þar sem Jónatan hvílir. �?að er yndislegur staður alveg við sjóinn. �?að hefur reynst okkur Rabba best að tala um hlutina og nota allar góðar stundir til þess að minnast þeirra sem eru farnir frá okkur.�?�
Ekki skömm að syrgja
Í sorgarferli koma upp alls konar tilfinningar ,,Við höfum farið í gegnum allt sorgarferlið, og þetta er allt einn kokteill stundum. Við höfum alveg átt það til að setjast einhvers staðar niður t.d. á þjóðhátíð eða annars staðar og fara að gráta. Við leyfum okkur það. �?að er enginn skömm af því að syrgja,�?� segir Binna einlæg.
,,�?g held að reiðin hafi aldrei náð tökum á okkur eða við verið föst í sorgarferlinu. Við Rabbi höfum verið mjög samstíga og stutt hvort annað. Við eigum auðvitað okkar erfiðu stundir líka. Áföll og sorgir reyna á hjónabandið, í okkar tilfelli hefur það styrkt sambandið. �?g hef lært að bera virðingu fyrir tilfinningum annarra. �?að er ekki bara ég ein sem syrgi, það vill stundum gleymast þegar fólk festist í því að eiga bágt.
�?g þoli það illa þegar fólk segir við mig að ég hafi gengið í gegnum svo mikla erfiðleika. �?g er ekki sú eina sem hef gert það. �?að ganga allir í gegnum einhverja erfiðleika og þeir geta verið jafn erfiðir og mínir. �?að er ekki hægt að mæla hver hefur gengið í gegnum meira en aðrir,�?� segir Binna með töluverðum þunga.
Hvað ráð á Binna handa þeim sem umgangast syrgjendur. ,,Bara að koma, droppa við í kaffibolla. Klapp á bakið eða faðmlag. �?að þarf ekkert að segja. �?að þarf ekkert að gera. �?að styrkti okkur mikið að fá faðmlag, klapp á bakið og finna samúðina og stuðninginn.�?�
Binna segir endalaus áföll breyti lífssýn sinni. ,,�?g sé lífið með öðrum hætti og er hætt að velta mér upp úr því að eiga allt. Mér finnst gaman að eiga fallega hluti en lít þá öðrum augum en áður. Nota kristalsglösin og sparistellið hversdags ef mér sýnist svo.�?�
,,Guð, hvenær er nóg nóg?�?�
Í fyrra reið annað áfall yfir fjölskylduna. Yngsti sonur Binnu og Rabba, Snorri Benedikt og kærastan hans, Jóna �?órdís misstu barn í byrjun fæðingar. �?að var drengur sem nefndur var Orri �?orri. Hann hvílir hjá Jónatani frænda sínum í Garðakirkjugarði.
,,�?að er erfitt að horfa upp á börnin sín í slíkri sorg og geta ekkert gert til að hjálpa. Maður verður einhvern veginn enn meira hjálparvana og vanmáttugur,�?� segir Binna og beygir af. ,,�?g eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Í fysta skipti langaði mig að breiða upp fyrir haus og ég spurði Guð í alvöru og upphátt �??hvenær er nóg nóg?�?? Eina sem ég get gert er að vera til staðar fyrir krakkana.�?�
Binna var í strembnu námi með vinnu þar sem hún var að ná sér í vottun fjármálaráðgjafa. Hún hafði því verið undir miklu álagi þegar Orri �?orri dó. ,,�?egar jarðarförin var búin sagði líkaminn minn hingað og ekki lengra. �?g gat mig varla hreyft fyrir verkjum og endalausri þreytu. �?g fór í tveggja mánaða veikindaleyfi og er búin að vera síðustu tíu mánuði að jafna mig. Áföll reyna ekki bara á andlega heldur einnig líkamlega. �?etta hefur verið erfitt tímabil, ég er undir eftirliti lækna og reyni að hvíla mig eins og ég get.�??
Samskipti við fólk telur Binna nauðsynleg. ,,�?g er með vinnufélögum á vinnutíma en fer svo í annan hóp þegar heim er komið. �?g er líka að selja Tupperware og á þá í samskiptum við annars konar hóp og stýri þeirri vinnu sjálf. �?að er mjög mikilvægt að vera í samskiptum við annað fólk. �?að skiptir miklu máli að loka sig ekki af.�?�
Rabbi og Binna hafa komið sér vel fyrir á Álftanesi og útbúið þar skjólgóðan garð og pall. ,,Okkur finnst yndislegt að vera hérna úti á palli. Vonandi fáum við gott sumar. Hér eigum við okkar bestu sumarfrí fyrir utan það að ferðast. Við förum kannski á þjóðhátíð eins og við gerum nær alltaf. Rabbi og strákarnir fara alltaf til Eyja á �?rettándanum, mér finnst gott að vera þá ein heima og huga að því að taka jólin niður, það logar samt alltaf ljós á jólatrénu fram yfir �?rettánda. �?g fer ekki með Herjólfi í �?orlákshöfn nema tilneydd vegna sjóveiki.
Hittum hvorki elg né skógarbjörn
�?rátt fyrir að sorgin sé stór þáttur af lífshlaupi okkar þá eru ekki allir dagar sorgardagar. Við erum ósköp venjuleg fjölskylda sem lifir sínu lífi þrátt fyrir að vera mótuð af þeim áföllum sem við höfum orðið fyrir.
,,Fjölskyldan öll er nýkomin frá Kanada. Við flugum til Edmonton og tókum okkur bílaleigubíl sex saman. Við keyrðum í gegnum Klettafjöllin á leið til Prins George, um þjóðgarðinn Jesper sem skartar tignarlegum fjöllum. Við vorum ekki svo heppinn að hitta elg eða skógarbjörn. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Steinunni og �?ðin sem bæði eru í námi í Prins Gerorge. Við fórum svo með Steinunni og fjölskyldu í ferð, keyrðum Icefields Parkway og um Banff þjóðgarðinn þar sem við sáum Klettafjöllin frá öðru sjónarhorni. �?au eru ofboðslega stór og hrikaleg,�?� segir Binna dreymandi á svip.
,,Kanada er yndislegt land. �?að eru allir svo viðmótþýðir og ljúfir. Andrúmsloftið virðist afslappað. Í verslunum fá eldri borgarar vinnu við að taka á móti fólki og bjóða það velkomið. �?egar viðskiptavinir yfirgefa búðina eru þeir spurðir hvort þeir hafi fengið allt sem þeir þurftu. �?að er mikil þjónustulund í Kanada. �?að virðast vera tengsl milli Íslands og Kanada en mér finnst við Íslendingar vera hrokafyllri og merkilegri með okkur. Án þess þó að hafa nokkurt efni á því. Kanandamenn eru heldur ekki eins miklir umferðadónar og við.�?�
Í lokin er ekki úr vegi að spyrja aðeins út í æskuvinina í Eyjum og einhverjar sögur. Binna er þögul sem gröfin varðandi prakkarstrik í æsku. ,,Við erum æskuvinkonur ég og Erla �?orvalds enda bara eitt hús á milli okkar á Hólagötunni. Við vorum alltaf saman að leika. Með árunum bætust við skólasysturnar Ragnheiður Anna, dóttir Fríðu Sigurðar og Auður Finnboga sem bjó á Höfðaveginum. Við höldum enn hópinn og það var aldrei lognmolla í kringum okkur í ´60 árgangnum. Við Rabbi byjuðum saman mjög ung. Hann kom í fermingarveisluna mína, við vorum byrjuð saman þá,�?� segir Binna og er sátt við sinn mann.
Leyfir lífinu að sigra
,,Við höfum verið meira saman en sundur. �?að var ekki óalgengt á þessum tíma að börn 17 ára væru byrjuð að búa og komin með börn. Tímarnir hafa breyst og fólk skilur þetta ekki í dag. Hvað gera Binna og Rabbi til þess að viðhalda hjónabandinu og ástinni? ,,Við erum bara eins og við erum. Við gerum ekki neitt sérstakt. Tölum saman, rífumst, hreinsum út og allur pakkinn. Við berum virðingu fyrir hvort öðru og við breytum ekki öðrum. Kannski þarf fólk sem vill breyta öðrum að breyta sjálfu sér. Sætta sig við sjálft sig og hinn aðilann. �?að er ekki hægt að ætlast til þess að allir breyti sér samkvæmt mínu höfði,�?� segir Binna með áherslu.
,,Við höfum það gott og erum sátt með okkar líf. Við eigum gott bakland og fjölskyldan skiptir okkur öllu máli. Við verðum að lifa lífinu, annars verður það ömurlegableiðinlegt og það leggur maður ekki á nokkurn mann í kringum sig,�?� segir konan sem leyfir lífinu að sigra.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.