Af því tilefni að verið er að sýna leikritið um Gísla á Uppsölum þessi misserin, og nú í Vestmannaeyjum um hvítasunnuna, kviknaði örlítil ferðasaga frá heimsókn að Uppsölum.
Svo ég kynni mig aðeins í upphafi heiti ég �?orberg, og er frá Uppsölum í Ketildölum í móðurætt.
Svolítið langsótt, en staðreynd samt. Sigfús Elíasson afi minn, ljóðskáld, guðsmaður og dulspekingur, var fæddur á Uppsölum 1896 ólst þar upp, og var æskufélagi Gísla og bræðra hans. Sigfús afi lést árið 1972.
�?á þegar, og áður en Árni Johnsen og �?mar Ragnarsson fjölluðu um Gísla, hafði afi sagt mér sögur
af þeim kynjakarli, sem Gísli var. �?ær hljómuðu framandi í eyrum mér sem unglingi, þrátt fyrir það,
að ég hafði kynnst nokkrum slíkum fyrr. Eins og gengur með fróðleiksfýsni, hef ég oftar en ekki
gengið á slóðir forfeðranna, og reynt að upplifa að einhverju leyti umhverfi þeirra og æskuslóðir.
Fjölskylda mín og vinafólk fórum í erindisferð og heimsóttum Uppsali sumarið 1984, m.a. með það að
markmiði að hitta Gísla. �?g kynnti mig sem hér segir í upphafi, og með handabandi: �?orberg frá Uppsölum!!!
Fyrstu kynni
Núg, eg hag (Nú er það), svaraði Gísli. Svo var nokkur þögn. �?g lét aðeins á það reyna hvað þögnin yrði löng, vegna afspurnar að Gísli væri fámáll. Í þann mund er Gísli sýndist snúa undan, rauf ég þögnina með umræðu um afa og heyskapinn. �?g hafði skimað umhverfið og séð trossuræsknið. �?að var skraufaþurr,t flatt hey á blettinum hans Gísla.
Já, Gísli átti sinn blett á Uppsölum, sem hann sló, og aðra bletti sló hann ekki. Aðrir áttu aðra bletti á Uppsölum, en þeir eigendur voru fluttir burt, og Gísli á Uppsölum sló þeirra bletti ekki. Bletturinn hans Gísla var fyrir framan fjárhúsið.
Eftir stutt spjall um afa, sem Gísla þótti greinilega vænt um, bauð ég hvort við ættum að koma heyinu í hlöðu. Nú urðu augu Gísla nokkuð stór, væntanlega vegna boðsins við heyskapinn.
Ha ma nu ahuga ha,(�?að má nú athuga það). �?g kunni til heyskapar úr minni sveit og sá einfalt góðgerðarverkefni framundan sem létt væri að ljúka á um tveim klukkustundum.
Við samferðafólkið hófumst handa. Við réðumst á flekkinn næst fjárhúsinu og hugðumst vinna þannig út frá okkur, að við tækjum útkantana síðast, og þyrftum því ekki að draga trossuna yfir heyið. Greinilega leist Gísla ekki á aðferðafræðina og blandaði sér í framkvæmdina. �?ði ha se eki bes a byja lenst? (�?tli það sé ekki best að byrja lengst?).
�?egar Gísli varð áhorfandi
Við skildum ábendinguna sem fyrirskipun, og gáfum okkur það að Gísli tryði ekki að við lykjum heyskapnum. �?ví væri hægara fyrir hann að sjá um rest næst húsunum. Við hirtum útkantana fyrst, og drógum trossuna aftur og aftur yfir heyið. Duglegt fólk á ferð. Allir lögðust á eitt, börn, konur og karlar fylltu trossuna óðfluga, og við karlar drógum til hlöðu. Klukkustund liðin, þetta skotgekk, og verkið rúmlega hálfnað. Bóndinn á Uppsölum settist á trédrumb, og varð áhorfandi.
�?g hafði á tilfinningunni að augu hans stækkuðu enn meir, réttist úr baki, og honum væri eitthvað létt?
Við lukum verkinu, og til öryggis breiddum við heyið um allt hlöðugólfið, til að forðast ofhitnun.
Við vorum með nesti og buðum til kaffidrykkju. Gísli þáði kaffi og flatköku með kæfu.
Drengjunum var afar starsýnt, og minntust Skrepps seiðkarls. Umræðan var í anda þess sem flestum er kunn.
Verulega blæstur á máli tjáði Gísli sig í samræðunni eftir megni: Nu eg hag (nú er það), ha va lurku i onu (það var lurkur í honum), �? eiginleg bjós nú eki vi hí (�?g eiginlega bjóst nú ekki við því), Hvan komu hi? (Hvaðan komuð þið?), Við erum úr Reykjavík, en komum hingað úr Vatnsfirði. E ha i Isafjaadjúfi? (Er það í Ísafjarðardjúpi?).
Ekki dæma of fljótt
Af útlitinu dæmið ekki menn. Nú vissi Gísli betur en við. �?að er nefnilega Vatnsfjörður innst í Ísafjarðardjúpi sem við vissum ekki um, en við komum úr Vatnsfirði við Flókalund á Barðaströnd. Okkur fannst réttlætanlegt að biðja um eitt lag.
�?að tók tíma að komast upp á loft. Við reyndum að syngja með, og litum hvert á annað. �?etta var erfitt fyrir laglausa, og ennþá verra fyrir hina, sem sagt, ómögulegt. �?að var laumulegt augnaráð á sumum, gjóað pínlega hingað og þangað, eins og fylgst væri með flugu á fullri ferð. �?að var komið að kveðjustund.
Ha væi gama a hjá akomendu Sifúa amanh. (�?að væri gaman að sjá afkomendur Sigfúsar saman).
Við hjón vorum með þrjá syni okkar með í ferð, en samferðafólkið tvo. Drengirnir fimm runnu eflaust dálítið saman fyrir Gísla, enda allir áþekkt klæddir í bláhvítum íþróttafötum. �?g bað samferðafólkið að ganga aðeins til hliðar, og stillti fjölskyldu minni í hóp, þannig að Gísli gæti áttað sig á hverjir væru afkomendur Sigfúsar. Nei, ei, eki hanah, eki ún, eki ún, (Nei, nei, ekki hana, ekki hún, ekki hún).
�?g bað konu mína að ganga afsíðis frá okkur, svo við feðgar allir stæðum einir frammi fyrir augum Gísla.
Einhver taug á milli
Réttilega skilgreindi Gísli konu mína ekki sem afkomanda Sigfúsar. �?að voru auðvitað bara ég og drengirnir sem vorum hinir eiginlegu afkomendur, en ekki hún…. Við kvöddum með handabandi. Hakka é fyi a jálpa vi heyih, (�?akka þér fyrir að hjálpa við heyið). Við gáfum nýtilegar gjafir í mat og drykk. �?að var komin einhver taug á milli. Mér fannst örla á gagnkvæmri væntumþykju, og stutt í tár á hvarmi. Gísla hafði alla tíð þótt afar vænt um afa, og eflaust um heimsókn okkar líka, er upp var staðið. Afi heimsótti Gísla ætíð í ferðum sínum á æskustöðvarnar í Ketildölum, og gaf honum ljóðabækur sínar.
Í tilefni af ferð okkar orti Kímni: (séra Emil Björnsson).
Nú er hirt með nýjum hætti
nýtur Gísli þess um sinn.
Fiskað hey með fyrirdrætti
fæst með sæmd í hlöðu inn.
Kímni ´84.