Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs greindi formaður frá fundi sem vinnuhópur átti með fulltrúum úr smíðanefnd Herjólfs. Farið var yfir þau atriði sem lagfæra þarf fyrir komu nýrrar ferju.
Ráðið samþykkti að senda formlegt erindi á Vegagerðina og óska eftir afstöðu Vegagerðarinnar til tillagna starfshópsins og áminningu um að hratt þarf að bregðast við ef gera þarf breytingar á svæðinu.