Sjómannsdóttirin Guðrún Erlingsdóttir
9. júní, 2017
�?g er sjómannsdóttir og í tilefni sjómannadagsins var ég beðin um að skrifa um það hvernig það var að vera dóttir sjómanns. Í minningunni var alltaf sól á sjómannadaginn. �?að örlaði á rigningu á laugardeginum á bryggjunni en á sunnudeginum, sjálfan sjómannadaginn var alltaf sól, ef ekki úti þá í sinni.
Mamma, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og pabbi, Erling Pétursson bjuggu í Eyjum til ársins 1982 en þá fluttu þau á Selfoss. Síðar fluttu þau til Reykjavíkur þar sem mamma hóf feril sinn sem ráðgjafi. Árið 1990 skildu foreldar mínir. Mamma býr í nú í þjónustuíbúð í Reykjavík og háir erfiða glímu við hinn miskunarlausa Alzheimer sjúkdóm.
Langaði að verða rafvirki
Pabbi minn, Erling Pétursson var til sjós í 48 ár. Hann byrjaði 15 ára gamall. Fór á síld á Höfðakletti sem háseti en ekki hálfdrættingur eins og tíðkaðist með peyja á þessum aldri. �?að voru einfaldlega ekki nógu margar kojur í skipinu fyrir tvo hálfdrættinga. Pabbi reri á fleiri bátum og vann við uppskipun á haustin þegar ekki var róið eins og tíðkaðist í hans ungdómi.
Pabbi átti sér draum að verða rafvirki eða bóndi. Hvorugt starfið var í boði í Eyjum þannig að hann gerði eins og flestir ungir menn og fór á sjóinn. Síðar meir lifði hann svo drauminn um að verða bóndi og býr nú í Vatnsholti í Flóahreppi. �?ar sem hann heldur kindur, hesta, hænur. Nýlega opnuðu pabbi og kona hans Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir bændagistinguna, 1A Guesthouse. Nú er gamli sjóarinn kominn í landbúnaðinn og ferðamennskuna.
�?egar ljóst var að draumarnir hans pabba yrðu ekki að veruleika fór hann í Stýrimannskólann sem þá var í Reykjavík. Fyrsta pláss hans sem skipstjóri var á Ver VE 200. Pabbi fór svo í útgerð með Gunnari �?lafssyni frá Gilsbakka. �?eir gerðu út trébátinn Eyjaver VE 111 í nokkurn tíma en seldu hann svo. Pabbi fór þá í útgerð með Einari Sigurðssyni, Einari ríka sem kallaður var. �?eir létu smíða stálbát í slippstöðinni á Akureyri.
Sjóhreystin fór til systkinanna
Við vorum með pabba á Akureyri sumarið 1972 þegar smíði á skipinu var á lokametrum. Gistum á hótel Varðborg sem var verulega spennandi, að vera á hóteli í marga daga með mömmu og pabba á ferðalagi. Á þessum tíma vorum við 3 systkinin, Pétur sem er 11 mánuðum eldri en ég, fæddur 1961. Hann býr á Grundarfirði og er skipstjóri á Bíldsey SH. Erling sem er þremur árum yngri en ég, fæddur 1965. Hann er búsettur í Reykjavík og er skipstjóri á Steinunni SF.
Berglind systir fæddist svo 1974, tveimur árum eftir Akureyrarsumarið. Berglind var sjóhraust og fór oft með pabba á sjó þegar hún var lítil. �?g hins vegar hef alltaf verið sjóveik. Fannst á köflum ósanngjarnt að ég skildi vera ein skilin útundan þegar kom að sjóhreystinni en svona er lífið. �?g veit reyndar ekki með yngsta bróður minn, Víking Frey sem fæddur er 1996. Hann hefur ekki leitað í sjómennskuna. �?að var lengi von á einu systkini. �?g var orðin 34 ára þegar hann fæddist. Hann er sonur pabba og Aðalheiðar Sveinbjörnsdóttur, Diddu.
Mamma var líka sjóhraust og fór stundum með pabba í siglingar meðan þau voru gift.
,,Megi Guð og gæfan fylgja þér�?�
En aftur að Akureyraferðinni 1972. �?ar hafði ég veigamiklu hlutverki að gegna. �?að kom í minn hlut að skíra nýja bátinn, gefa honum nafnið Surtsey og hún var VE 2. Á sama tíma var Gunnari Jónssyni hleypt af stokkunum. Skiptstjóri á honum var Jón Valgarð Guðjónsson, það var dóttir hans Marta sem gaf bátnum nafn. �?að var öllu tjaldað til. Við mamma fengum lánaða þjóðbúninga, allir voru í sparifötum og mikil spenna í lofti.
�?g lagði mikið á mig að læra textann sem ég flutti við athöfnina og mér var sagt að ef ég næði ekki að brjóta kampavínsflöskuna á stefni skipsins þá myndi ógæfa fylgja skipinu. �?að var því mikil ábyrgð sem hvíldi á tæplega 10 ára stelpunni.
�?egar kom að athöfnni stóðum við á háum palli við kinnung skipsins. �?g man þetta eins og gerst hefði í gær þegar ég stóð þarna í þjóðbúningum og sagði hátt og skýrt: ,,�?g skíri þig Surtsey, megi Guð og gæfan fylgja þér og skipshöfn þinni.�?? �?á var komið að því að brjóta flöskuna sem skreytt var með borða í fánalitunum.
Hefði farið með flöskunni
�?g man að ég ætlaði að brjóta flöskuna með góðu eða illu. Einbeiting var algjör og allur kraftur nýttur sem ég átti og átti jafnvel ekki. �?g grýtti flöskunni svo fast í stefnið að mamma var hræddust um að ég færi með henni. Sem ég hefði gert hefði það þurft til. �?að skyldi ekki vera á mína ábyrgð að eitthvað kæmi fyrir skipið eða áhöfn þess. �?að var léttir þegar flaskan splundraðist með miklum látum á kinnungnum og kampavínið frussaðist út um allt.
Um kvöldið var svo heljarinnar veisla á Hótel Kea. Ræður og þjónað til borðs. �?að var ekki laust við að ég finndi svolítið til mín þetta kvöld. Uppáklædd í þjóðbúningi, sitjandi við háborðið í fínni veislu og stolt af því að hafa séð til þess að gæfa fylgdi Surtseynni hans pabba. Í mörg ár hékk mynd af mér í borðsalnum í Surtseynni. Mér skilst að það hafi verið eftir að pabbi hætti með bátinn. �?að hafi verið Logi heitinn Snædal Jónsson sem tók við sem skipstjóri sem setti hana upp. Hvar hún er núna veit ég ekki. Mikil gæfa fylgdi skipinu og aflaðist vel á það alla tíð.
Pabbi seldi Einari Sigurðssyni sinn hluti í Surtseynni 1976 og keypti og gerði út stálbátinn Eyjaver VE 7. Gamla Eyjaver sem pabbi hafði selt nokkrum árum áður en fékk hann aftur í hausinn. Hann þurfti því að selja stálbátinn og gerði út trébátinn Eyjaver þar til hann fór í úreldingu. Árið 1980 tók hann við sem skiptastjóri á Freyju RE 38 sem var í eigu Gunnars Hafsteinssonar útgerðarmanns og lögfræðings í Reykjavík. Gunnar lét smíða nýja Freyju og tók pabbi við skipstjórn á henni 1987. Pabbi lauk sjómannsferlinum árið 2005 eftir 24 ár á Freyju RE og 48 ár á sjó.
Fór frá Eyjum ósáttur
Í kringum 1980 var pabbi í samstarfi við Rabba á Dala-Rafn, �?skari heitinn á Frá og fleiri útgerðarmenn. �?eir höfðu áhuga á að láta smíða litla skuttogara en illa gekk að eiga við �?tvegsbankann í Eyjum. Ekki fékkst fjármagn til smíðanna fyrir einyrkjanna. Síðar meir áttu þessir skuttogarar eftir að koma til Eyja undir nöfnunum Halkion og Gideon og þá í eigu Samfrosts. Pabbi var verulega ósáttur við afgreiðslu mála og tók þá ákvörðun að flytja frá Eyjum. Mamma og pabbi fóru frá Eyjum 1982 ásamt Berglindi systur og það var erfitt.
Pétur bróðir var enn í Eyjum og tvær systur pabba. �?að vantaði mikið þegar þau fóru en ég átti vísan stað og aðstoð hjá tengdaforeldrum mínum. �?g var var að verða tvítug með tveggja ára barn þegar mamma og pabbi fluttu. Barnið var Erling �?ór, sonur okkar Gylfa. Hann fór oft á sjó með afa sínum þegar hann var yngri og hafði gaman af. Erling �?ór lagði sjómennskuna fyrir sig frá 16 ára aldri, þar til hann fór í flugnám 21 árs.
Síðustu sjóararnir?
Sjómannsbakterían er í honum enn og þegar hann er heima í fríi frá fluginu fer hann oft á sjó á Vestmannaeynni. Í síðustu túra fór hann annars vegar sem annar stýrimaður og hins vegar sem annar vélstjóri. Móðurafi minn, Jón Magnússon var sonur Magnúsar Jónssonar sem var um tíma sýslumaður í Eyjum. Hann var sjómaður og síðar fiskmatsmaður og kom sem slíkur oft til Eyja. Föðurafi minn, Pétur Sigurðsson sem bjó á Heimagötu 20, Karlsbergi, fyrir gos. Hann var um tíma í útgerð með Helga heitnum Bergvinssyni, en þeir voru mágar.
Afi var skipstjóri og vélstjóri. Hann var á lóðsinum í gosinu en flutti á Eyrarbakka þar sem hann vann við netagerð. Hann flutti svo aftur til Eyja og eyddi síðustu árum sínum í góðu yfirlæti á Hraunbúðum. Ekkert annað af barnabörnum pabba hefur lagt fyrir sig sjómennskuna sem aðalstarf. �?að er því spurning hvort bræður mínir verði síðustu sjómennirnir í fjölskyldunni.
�?g spurði pabba hvað hefði verið erfiðast við sjómennskuna. Hann hugsaði sig aðeins um áður en hann svaraði að hann hefði í raun aldrei hugsað út í það. �?að var þó mikill munur að hans sögn þegar trollveiðar hófust og landað var einu sinni í viku. Pabbi sagði einnig að aðstæður sjómanna væru allt aðrar og betri í dag og það hefði verið skemmtilegt að fylgjast með breytingum í sjávarútvegi.
,,Sjómannsferillinn�?� minn
Eins og fram hefur komið á ég engan sjómannsferil að baki en ég fór tvær eftirminnilegar sjóferðir með pabba. Sú fyrri var stuttu eftir að gosi lauk í Eyjum. Hann þurfti að fara til Eyja einhverra hluta vegna og ég og bróðir minn fengum að fara með. Ferðin var í júlí eða ágúst 1973 og Eyjan full af ösku. �?að var samt yndislegt að koma heim eftir sex til sjö mánaða útlegð þó að það væri ekki nema bara á bryggjuna.
�?að skipti engu máli að allt væri á kafi í ösku, þetta var heima. �?g minnist þess ekki að við hefðum farið í húsið okkar á Höfðavegi 36. En við fengum að fara neðarlega á Heiðarveginn þar sem Gestgjafinn var og kaupa þar nammi í sjoppunni. Að borða nammi heima í Eyjum, það gerðist ekki betra þrátt fyrir að dvölin væri stutt. Að sjá heimabæinn sinn svartan af ösku, nýtt fjall og hraun þar sem áður stóðu hús og bæir breytti engu hvað varðaði heimþrána. Heim vildi ég, hvað sem tautaði og raulaði. Við fjölskyldan fluttum til Eyja í byrjun janúar 1974 eftir eins árs útlegð.
Hin sjóferðin var eftir gos. �?á átti pabbi eitthvert erindi í �?orlákshöfn og ég og Erling bróðir fengum að koma með. Veðrið hlýtur að hafa verið einstaklega gott því ég man ekki eftir sjóveiki. Við Erling máttum handfjatla fiskinn sem var um borð en við máttum alls ekki koma nálægt aðgerðarhnífunum. Við lofuðum að sjálfsögðu öllu fögru og ætluðum örugglega að hlýða. Kannski bara gleymdum við okkur því allt í einu vorum við bæði komin í aðgerð. Fundum flugbeita hnífa og skárum fiskinn sundur og saman af hjartans list.
Skyndilega fann ég mikinn sársauka og hita. �?g leit á fiskinn og sá að litli putti á vinstri hendi minni hafði fengið snyrtingu. �?g skar þvert á puttann en mér til happs stoppaði hnífurinn á beininu. Nú voru góð ráð dýr. Ekki þýddi að leyna áverkunum, blóðið flæddi úr puttanum. �?g varð því að láta pabba vita. �?að væru ýkjur að segja að hann hefði tekið tíðindum vel. Við vorum hundskömmuð og gott ef ekki kyrrsett í stýrishúsinu það sem eftir var ferðar. Við áttum stutt eftir í �?orlákshöfn þegar ég skar mig.
�?að gafst enginn tími til þess að fara með mig á sjúkrahúsið á Selfossi. Pabbi batt um puttann þannig að það hætti að blæða og þegar til Eyja var komið var of seint að sauma. Á litla putta ber ég enn minnismerki um sjómennsku í einn dag og fimi í flökun.
Fréttir eða Kántrý
Heimilislíf hjá sjómannsfjölskyldum getur verið flókið og jafnmisjafnt og fjölskyldurnar eru margar. Í mínum uppvexti þekkti ég ekkert annað en að pabbi væri á sjó. Lífið var tvískipt, þegar pabbi var á sjó og þegar pabbi kom í land. Í minningunni var alltaf tiltekt þegar pabbi var á leið í land. �?að getur samt varla verið í hvert skipti, en tiltekt tengdist því að pabbi væri á leið í land. �?að var líka matur klukkan tólf og klukkan sjö og það var svona gamaldags matur. Kjötfars í káli, alls konar kjötréttir og fiskur.
�?að sem var eiginlega verst þegar pabbi kom í land voru fréttirnar og veðurfréttirnar. �?að mátti ekki heyrast múkk á meðan fréttirnar voru og þaðan af síður þegar veðurfréttirnar voru lesnar. �?að var erfitt að skilja hvernig hægt var að hlusta á það sama aftur og aftur. En þetta voru reglurnar þegar pabbi var í landi. Ákveðin festa og regla á hlutunum. �?egar pabbi fór á sjó var slökkt á útvarpinu, kántrýplata sett á fóninn, ceriospakki á borðið og heimilishaldið töluvert lausara í reipunum.
Siglingarnar og smyglið
�?að var einn kostur sem fylgdi því að vera sjómannsdóttir en það voru siglingarnar sem pabbi fór í. �?að var mikil eftirvænting og spenna þegar hann kom heim. Í fyrsta lagi var eitthvað keypt handa okkur krökkunum. Í öðru lagi nammið, All sorts, Macintosh og ýmslegt annað nammi sem ekki fékkst á Íslandi. Pabbi keypti líka skinku í dós, kjúkling og hamborgarahrygg sem fékkst sjaldan eða aldrei á Íslandi.
�?að var líka önnur spenna sem fylgdi og það var smyglið. �?að er í lagi að segja frá því núna þar sem verknaðurinn er löngu fyrndur. �?að voru ýmis heimilstæki, bjór og vín sem geymd voru á góðum stað í bátnum þannig að tollararnir dyttu nú ekki um hlutina. Einhverjum tímum eftir að pabbi kom heim var mikil ánægja í gangi þegar smyglið var komið heim.
�?g man þegar ég var ófrísk af fyrsta barninu þá fóru bræður mínir í siglingu með pabba. Pabbi keypti þurrkara fyrir okkur en strákarnir keyptu óumbeðnir frystikistu handa systur sinni. �?egar kom að því að tolla heimilstækin sögðu þeir sannleikanum samkvæmt að þeir væru að kaupa þetta handa systur sinni sem ætti von á barni og sluppu með tækin í gegn.
Hátíð í bæ
�?egar ég ólst upp í Eyjum á sjöunda og áttunda áratugnum var ekki til siðs að foreldrar tækju mikinn þátt í því sem börnin voru að gera, hvort sem það voru íþróttir, tónlistarnám, eða eitthvað tengt skólanum. Á jólum og þjóðhátíðum var fjölskyldan alltaf saman og eina helgi á ári. Sjómannadagshelgina. �?að var alltaf sérstök tilhlökkun og hátíðarblær yfir sjómannadagshelginni. Mamma fór í greiðslu og keypti sér kjól fyrir sjómannadagsballið og pabbi fékk sér eflaust sér nýtt bindi eða skyrtu.�?essa helgi átti fjölskyldan.
Á laugardeginum var alltaf tilhlökkun að fara niður á bryggju með pabba, mamma kom stundum með. Við fórum á bryggjuna að horfa á róðrarkeppnina, kodda-slaginn og tunnuhlaupið. Nammi var auðvitað í boði á svona tyllidegi eða pylsa í sjoppunni. Mamma og pabba fóru á ball á laugardagskvöldinu en svo var vaknað snemma á sunnudagsmorgni og farið í kirkju. �?að var hátíðleg stund, allir í sparifötunum og sérstök stemning sem erfitt er að lýsa. �?að sama má segja um athöfnina við minnisvarpa hrapaðra og drukknaðra og sérstakan raddblæ Einars Gíslasonar í Betel.
Mér fannst þetta alltaf ljúfsárar stundir. �?að var nánast undantekningarlaus verið að minnast einhvers sem látist hafði á sjó á hverju ári fram á níunda áratuginn ef mér minnir rétt. Sem betur fer fækkaði sjóslysum á tíunda áratugnum, en sjórinn hélt áfram að taka og gerir enn. �?g er alltaf jafn þakklát fyrir hvern sjómannadag sem ekki þarf að minnast neins sem látist hafi á árinu. Eftir að mamma og pabbi fluttu frá Eyjum hætti ég að fara í kirkjuna og en hef einstaka sinnum farið á athöfnina við minnisvarðann. Sjómannadagurinn varð aldrei sá sami eftir að mamma og pabbi fluttu.
Eykindilskaffið var á sínum stað á sama tíma og hátíðarhöldin á Stakkó fóru fram. �?að var einhver spes stemning að fara saman öll fjölskyldan í kaffið, allir í sínu fínasta pússi, langdregin verðlaunaafhending fyrir afrek laugardagsins og heiðranir voru hátíðlegar en ekki neitt skemmtiefni. �?að að vera með pabba og mömmu, öll fjölskyldan saman var það sem öllu máli skipti. �?g hélt þeim sið með minni fjölskyldu þar til ég flutti á fastalandið.
Sunnudagskvöldið var toppurinn, annað hvort borðuðum við góðan mat heima eða fórum út að borða og svo á kvöldskemmtunina í Höllinni þar sem Hvítasunnukirkjan er núna. �?að var alltaf hátíðleg stund og mikil spenna þegar aflakóngar voru heiðraðir með fána-
stönginni og víkingaskipinu. Alltaf var pínulítil ósk og von um að pabbi stæði þarna einn daginn með verð-
launagrip. En svo kom kvótakerfið og þá lagðist þessi siður af.
Sjómannadagurinn hefur líkt og þjóðhátíð og þrettándinn haldið ótrúlega vel í hefðirnar og það er það sem gerir þessa fjölskylduhátíðir svo sérstakar í Eyjum. �?g hef farið einu sinni á sjómannadagshátíðarhöld eftir að ég flutti frá Eyjum, 2013. Fór á hátíðarhöld á bryggjunni í Hafnarfirði en fann ekki þessa sömu stemningu og ég var vön að heiman.
Hetjur hafsins og konur þeirra
�?g er sjómannsdóttir, ég er móðir sjómanns, ég er systir sjómanna. �?g var alltaf ákveðin í því að búa ekki með sjómanni. �?g vildi ekki ala mín börn upp á sjómannsheimili. Nokkrar vertíðir fór Gylfi á sjó til að drýgja tekjurnar og þar með var ég komin í hlutverk sjómannskonunnar. �?að hlutverk sem ég vildi ekki.
�?g ber mikla virðingu fyrir þeim mönnum sem leggja það á sig að stunda sjómennsku en ég ber líka virðingu fyrir þeim konum sem sjá til þess að menn þeirra geti stundað sjóinn, sjá um rekstur heimilis og fjölskyldu og eru alltaf á vaktinni. Konur stunda líka sjó þó í minna mæli sé. �?að er frábært að hafa eina slíka starfandi fyrir Eyjamenn, Ingibjörgu Bryngeirsdóttur yfirstýrimann á Herjólfi.
Gleðilegan sjómannadag, allir sjómenn og fjölskyldur. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur og fjölskyldum ykkar um ókomna tíð.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.