Bragginn bílaverkstæði stendur við Flatir og hefur gert lengi. �?ar ræður ríkjum Gunnar Darri Adolfsson. Upphafsmennirnir voru Kristján �?lafsson og Bjarni Baldursson og þá stóð Bragginn undir nafni því verkstæðið var til húsa í bragga sem var eins og braggarnir frá stríðsárunum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er Bragginn í myndarlegu húsnæði á sama stað þar sem bragginn eini sanni varð að víkja. �?ar er rekið fullkomið sprautu- og réttingaverkstæði og alltaf nóg að gera. Auk þess rekur Darri umfangsmikla þjónustu við sölu nýrra Hondu bíla fyrir Bernhard ehf., umboðsaðila Honda á Íslandi. Bragginn fagnaði 30 ára afmæli í síðasta mánuði.
Darri er fæddur 1961. Foreldrarnir eru Adolf Sigurjónsson, vörubílstjóri sem er látinn og Herdís Tegeder. �?að voru þó ekki endilega bílar sem heilluðu Darra á yngri árum en hann var ekki gamall þegar hann fékk áhuga á skellinöðrum og síðar mótorhjólum sem enn lifir góðu lífi. �??�?g stefndi ekkert endilega á að verða bifvélavirki. Var í Vélskólanum þegar Bjarni, tengdapabbi bauð mér vinnu í Bragganum,�?? segir Darri en Bjarni, tengdafaðir hans er nýlátinn. �??�?að var í maí 1981. �?g byrjaði að læra bifvélavirkjun og hér er ég enn,�?? segir Darri þar sem hann situr með blaðamanni á skrifstofu sinni í Bragganum. Rólegur að vanda og alltaf til í spjall.
�??En mótorhjóladellan er miklu eldri og byrjaði þó nokkru fyrir gosið 1973. Við bræðurnir fylgdumst með mótorhjólastrákunum á Boðaslóðinni þeim Stebba og Bigga Jóns og Gylfa �?r sem voru á fullu í þessu. �?arna kviknaði dellan og hún hefur haldist,�?? segir Darri sem í dag á tíu hjól.
�??�?að elsta er af árgerð 1971, Honda 750 og er í topplagi. �?að sama má segja um hin nema kannski tvö til þrjú sem þarf að gera upp. Við höfum farið víða um landið á hjólunum og til Færeyja en toppurinn var í sumar þegar við Svava, ásamt þrennum hjónum fórum í ferðalag um Evrópu á hjólunum okkar. Við stefnum á að fara fleiri svona ferðir. �?etta er eitthvað sem maður verður að gera á meðan maður hefur getu og heilsu til. Algjört upplifelsi.�??
Eins og segir að framan lærði Darri hjá Bjarna, tengdapabba sínum og árið 1987, þann 1. nóvember keyptu Darri og bræður hans, Sigurjón og Jón Steinar Braggann. �??Síðar keyptum við Jón Steinar Sigurjón út, það var árið 1998. �?að var svo 2004 sem við Svava kaupum Jón Steinar út. Við höfum farið í sína hverja áttina bræðurnir. Jón Steinar er í vörubílunum, Sigurjón rekur hefðbundið bílaverkstæði og ég er í sprautun og réttingum,�?? segir Darri. �??�?að hefur alla tíð verið gott samstarf á milli okkar og hér erum við nánast allir á sömu þúfunni. �?g vildi vera í réttingum og bodýviðgerðum og Sigurjón í vélunum. Kemur sér oft vel að það er ekki langt á milli okkar.�??
Darri hefur komið sér upp bestu tækjum sem völ er á til réttinga og er með mjög fullkominn sprautuklefa. �??Við byrjuðum að stækka húsið 2000 til 2001 þar sem Valur Andersen fór hamförum. Já, hann hjálpaði okkur mikið og ég veit ekki hvernig við hefðum farið að án hans.
Við erum með fyrsta flokks sprautu- og réttingartæki og allar suðugræjur fyrir hvaða málm sem er og annað sem þarf á réttingaverkstæði.�??
Darri er þakklátur fyrir frábæra starfsmenn. �??Við erum sex, fimm á gólfinu og konan sér um bókhaldið. �?ll börnin fjögur hafa starfað tímabundið í Bragganum en sá elsti þó lengst eða hátt í 20 ár fyrst samhliða skóla en hefur síðustu ár verið að koma meira inn í reksturinn. Gott starfsfólk og góður tækjabúnaður eru nauðsynlegur þegar vandað skal til verka. �?að hefur m.a. skilað sér í því að við erum með samning við öll tryggingarfélögin. Við vinnum eftir tjónamatsforriti sem byggir á trausti beggja aðila.�??
Alltaf nóg að gera
Og það leynir sér ekki að það er nóg að gera því verkstæðið er fullt af bílum sem eru misjafnlega mikið skemmdir og viðgerðir á ýmsum stigum. �??�?g er mjög ánægður með viðskiptavinina og það hefur verið nóg að gera frá fyrsta degi. Aldrei fallið úr dagur.�??
Darri er mjög ánægður með samstarfið við Bernhard ehf. sem flytur inn hina rómuðu Hondabíla sem eru áberandi á götum Vestmannaeyja. �??Við erum búnir að selja 29 bíla í ár og ætli þrjátíu bílar á ári séu ekki nálægt meðaltalinu. Við erum búnir að vinna með Bernhard í 18 ár þannig að þetta eru hátt á sjötta hundrað bílar sem farið hafa á götuna frá okkur. Samskiptin við Bernhard hafa verið góð og það stendur ekkert annað til en að halda þeim áfram. �?etta er traust fjölskyldufyrirtæki og íhaldssamt sem er eitthvað sem mér líkar vel.�??
Og hann er ánægður með hvernig til hefur tekist. �??Við erum búin að vera á sömu kennitölunni í 30 ár sem þykir ekki sjálfsagt í þessum bransa. �?að þakka ég góðu starfsfólki og frábærum viðskiptavinum. Fyrir nokkru gerðist það í fyrsta skipti að við hættum að vinna fyrir klukkan fimm, þá lokuðum við klukkan þrjú til að undirbúa jarðarförina hans Bjarna tengdapabba sem hér var alltaf með annan fótinn.
�?egar við vorum að byggja var aldrei lokað, ekki einu sinni þegar við vorum að reisa þakið,�?? segir Darri og kveðst ánægður þegar hann lítur yfir farinn veg í Bragganum. �??Segir það sig ekki sjálft. Annars væri maður löngu hættur og farinn. Auðvitað koma tímabil þar sem leiðinn hellist yfir mann en þá fer maður bara í smá Pollýönnuleik og fyrr en varir kviknar áhuginn á ný,�?? segir Darri að endingu.