Engin tilboð bárust í slökkvibifreið af gerðinni International Loadstar sem auglýst var til sölu á dögunum né hafa þau samgönguminjasöfn sem haft hefur verið samband við sýnt slökkvibifreiðinni áhuga segir í fundargerð Framkvæmda- og hafnarráðs frá því í síðustu viku.
Kemur einngi fram að ráðið feli starfsmönnum að skoða hvort einhverstaðar leynist áhugamenn um slík tæki og frestar því ákvörðun um afdrif þessarar sögufrægu slökkvibifreiðar.