Á fundi framkvæmda- og hafnaráðs í síðustu viku kom fram að dekkkrani á Lóðsinn þarfnast endurnýjunar en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2018. Reiknað er með því að nýr krani og niðursetning á honum kosti um 12 milljónir. Ráðið samþykkti að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun upp á 12 milljónir svo hægt sé að lagfæra búnað Lóðsins. Viðauka við fjáhagsáætlun verður mætt með handbæru fé Vestmannaeyjahafnar, segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs.