�??�?að liggur við að við horfum öfundaraugum á veðurkortið heima þegar spáð er austanátt. Hitinn er gífurlegur og við ekki vanir að vera í svona miklum hita.�?? �?etta segir Bergur Guðnason, 1. stýrimaður á Breka VE í samtali við Morgunblaðið. En þeir eru nú á siglingu í Arabíuflóa ásamt Páli Pálssyni ÍS, eins og Eyjafréttir hafa greint frá.
�??�?að eru allir heitir hér en hafa það alveg ljómandi gott. Nú er stefnan sett á Adenflóann og upp í Rauðahafið sem er hættulegasti hluti leiðarinnar. �?að sem er hættulegt við þessa leið eru sómalskir sjóræningjar,�?? segir Bergur. Hann segir að til þess að tryggja öryggið fari bæði íslensku skipin í skipalest um hættulegasta svæði. En einnig eru þeir með vopnaða verði um borð eins og Eyjafréttir greindu frá
hérna.