Samkvæmt heimildum Eyjafrétta gengur nú um áskorendalisti þar sem skorað er á Írisi Róbertsdóttur að leiða nýtt framboðs sem bjóða mun fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. En eins og Eyjafréttir hafa sagt frá áður hefur hún og Elís Jónsson oftast verið nefnd við nýtt framboð sem á að vera undir listabókstafnum H.
Íris Róbertsdóttir sagði í samtali við Eyjafréttir í gær að hún hafi heyrt utan að sér af þessum undirskriftalista – �??en ég get auðvitað ekki tjáð mig um áskorun sem ég hef ekki séð og ekki fengið í hendur.�??