Í gær var Ásnes við Skólaveg rifið niður. Húsið Ásnes var reist árið 1922. Lengst af bjuggu í húsinu Bjarnhéðinn Elíasson, skipstjóri og útgerðarmaður og kona hans, Ingibjörg Johnsen og börn þeirra, Árni Johnsen, Áslaug, �?röstur og Elías. Ingibjörg rak lengi blómaverslun sína á jarðhæð hússins.
Ekki tók niðurrifið langan tíma því á rúmum klukkutíma voru gröfurnar farnar að moka upp grunninn af húsinu.
Á lóðinni mun rísa fjölbýlishús eins teikningin sínir hér að neðan.