Pizza 67 opnaði aftur sl. föstudag eftir nokkurra vikna hlé vegna framkvæmda innanhúss en segja má að staðurinn hafi fengið eina allsherjar andlitslyftingu. Samhliða því voru gerðar endurbætur á matseðlinum en þar má t.d. finna nýungar eins og salöt, vefjur, spelt pizzur og vegan pizzur, auk ýmissa smárétta. Blaðamaður settist niður með þeim Anný Aðalsteinsdóttur, öðrum eiganda Pizza 67, og Sigrúnu Ragnarsdóttur, starfsmanni staðarins, eftir opnunarhelgina og ræddi við þær um breytingarnar sem orðið hafa á staðnum.
Viðtalið í heild má finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.