Nýr aðstoðarskólameistari hefur verið ráðinn hjá Framhaldsskólanum í Vestmannayjum en á dögunum var auglýst eftir slíkum og umsjónarmanni fasteigna. Fjórir umsækjendur sóttu um starf aðstoðarskólameistara og fimm sóttu um starf umsjónarmanns. Thelma B. Gísladóttir verður aðstoðarskólameistari Framhaldsskólans og Sigurjón Eðvarðsson var ráðinn umsjónarmaður. Thelma hefur starfað við skólann í nokkur ár, Sigurjón starfaði áður við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.