
Í dag verður Beddi á Glófaxa, jarðsunginn frá Landakirkju.
Það verður að segja eins og er að fréttin um andlát Bedda, kom eins og köld vatnsgusa. Beddi hafði reyndar átt við veikindi að stríða, en það var ekki öllum ljóst hversu alvarleg þau voru, hann alltaf svo hress og kátur. Við Beddi áttum samleið í pólitíkinni sem og í Kiwanis og víðar. Báðir Kratar sem söknuðu Alþýðuflokksins og held ég að honum hafi, eins og mér, fundist bara kominn tími á að endurvekja okkar gamla og góða flokk, sem alla tíð barðist fyrir auknum jöfnuði og ekki síst fyrir þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Beddi var farsæll skipstjóri og útgerðarmaður sem hugsaði vel um sína. Hann var þekktur fyrir greiðvikni og ef hann taldi sig geta komið að liði stóð ekki á hjálpinni. Meðal annars lét hann fjármuni renna til ýmissa góðra verka og sem betur fer fyrir æskulýðinn hér í Eyjum styrkti hann og fjölskylda íþróttirnar veglega og það til fjölda ára. Þetta þekkja allir í okkar góða samfélagi. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja góðan samferðamann og félaga til fjölmargra ára.
Fjölskyldu Bedda sendi ég og fjölskylda mín, innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Bedda.
Guðmundur Þ. B. Ólafsson.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.