Viðskiptavinur VSV varð fyrir drónaárás
Verksmiðjan var mannlaus og sem betur fer urðu ekki slys á fólki
9. apríl, 2025
WhatsApp Image 2025 04 08 At 17.20.03 (3)
Hreinsað til eftir árásina. Ljósmynd/vsv.is

Aðfaranótt mánudagsins sl. var gerð árás á höfuðstöðvar eins af viðskiptavinum Vinnslustöðvarinnar í Úkraínu. Fyrirtækið er með alls 25 verslanir vítt og breitt um Úkraínu. Flestar þeirra eru í borginni Sumy. Fjallað er um málið í dag á vef Vinnslustöðvarinnar.

Stærsti hluti framleiðslunnar gjöreyðilagðist

„Það var áfall að fá þær fréttir í byrjun vikunnar að einn af okkar viðskiptavinum IE Kulomza í Úkraínu hefði orðið fyrir drónaáras af hendi Rússa. Skemmdirnar eru gríðarlegar en þar sem árásin var gerð að næturlagi var verksmiðjan mannlaus og sem betur fer urðu ekki slys á fólki.

Óvíst er hvort þeir reisi sig við eftir þessi ósköp. Stærsti hluti framleiðslunnar, vöruhús og skrifstofur gjöreyðilögðust ásamt um 400 tonnum af sjávarafurðum,” segir Björn Matthíasson rekstarstjóri VSV Seafood Iceland.

Allt breyttist á einni nóttu

Natalia Tsibulskaya er yfirmaður innkaupadeildar hjá IE Kulomza. Hún segir í samtali við Vinnslustöðvarvefinn að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 2000.

„Á síðustu 25 árum höfum við byggt upp sterkt og traust fyrirtæki, með 350 starfsmenn. Þar á meðal starfsfólk sem vinnur í vörumerkjaverslunarkeðju sem tilheyrir fyrirtækinu okkar. Í mörg ár í röð hefur fyrirtækið okkar verið stærsti skattgreiðandi í Sumy-svæðinu og lagt mikið til þróunar á staðbundnu efnahagslífi og samfélagsþróun. Við erum fullvinnslufyrirtæki sem inniheldur eigin innflutning á frystum fiski og sjávarfangi, framleiðslu á fullunnum fiskvörum, heildsölu og smásölu í gegnum verslunarkeðju okkar.

Allt þetta breyttist á einni nóttu. Aðfaranótt 7. apríl var ráðist á fyrirtækið okkar af átta rússneskum drónum sem ollu miklum sprengjum og eldi sem logaði yfir svæðinu þar sem aðstaða okkar er staðsett. Guð sé lof að enginn starfsmaður okkar slasaðist, þar sem árásin átti sér stað að nóttu til. Hins vegar eru afleiðingarnar hræðilegar. Kælirými okkar og skrifstofubyggingar hafa verið eyðilagðar. Af fimm vinnsludeildum verksmiðjunnar er aðeins ein — sú sem framleiðir reyktar vörur — í lagi. Bílageymslan okkar, sem notuð var til afhendingar á vörum, var einnig eyðilögð. Nú hefur fólk úr okkar teymi unnið dag og nótt við að hreinsa rústirnar,” segir Natalia.

Ótrúlegur stuðningur

Hún segir enn fremur að þegar íbúar Sumy hafi fengið vitneskju um þá hrikalegu nótt sem fyrirtæki þeirra hafði gengið í gegnum, hafi þeir sýnt ótrúlegan stuðning.

„Það voru langar raðir í verslunum okkar frá viðskiptavinum sem voru áhugasamir um að kaupa vörurnar okkar. Það kemur ekki á óvart, þar sem íbúar borgarinnar hafa alltaf metið hágæðavörur okkar.

Bjorn M
Björn Matthíasson

Þessi stuðningur gefur okkur kraft og hvata til að endurreisa fyrirtækið og hefja starfsemi okkar á ný eins fljótt og auðið er, þó að tjónið sé gífurlegt. Næstu daga munum við hefja mat á öllum tjóni í tölulegu formi,” segir Natalia að endingu.

Hlutdeild Úkraínumanna 10-15%

„VSV selur talsvert af frosnum afurðum inn á Austur Evrópu,  til landa eins og Georgíu, Póllands og Búlgaríu en stærsti hluti þess magns sem fer inn á Austur-Evrópu fer inn á Úkraínu. Af öllum útfluttum frystum afurðum þá er hlutdeild Úkraínumanna frá VSV 10-15%,“ segir Björn Matthíasson.

Aðspurður um hvort stríðið hafi breytt miklu varðandi kauphegðun Úkraínumanna segir hann svo vera. „Kauphegðun þeirra hefur verið með öðrum hætti í stríðinu og af augljósum ástæðum hafa þeir ekki verið að kaupa eins mikið inn í birgðir hjá sér því þetta er jú alltaf hættan, að verða fyrir algjörri eyðileggingu.

Áskoranir Úkraínumanna hafa verið gríðarlega erfiðar frá því stríðið hófst og er mjög erfitt fyrir okkur að setja okkur í þá stöðu sem þeir eru í. Á þessu sést hversu ástandið getur verið brothætt en hugur okkar er hjá þeim og vonum við að stríðinu ljúki fyrr en seinna og friður komist á,“ segir hann.

Fleiri myndir frá Úkraínu má sjá hér.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst