Spurði ráðherra hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar
13. maí, 2025
default
Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingfundi í gær spurði Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra um hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar.

Hvenær er ætlað að útkljá málið?

„Mig langar til að beina spurningunni til fjármálaráðherra og spyrja hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Í niðurstöðunni kemur skýrt fram að sú afstaða að hluti krafna ríkisins um að eyjar og sker við landið séu þjóðlendur eigi ekki við rök að styðjast. Hvers vegna er augljóst að bregðast þurfi við málinu sérstaklega fyrir Vestmannaeyjar? Jú, bæði er réttur eyjanna augljósari og krafan mun meira íþyngjandi en víðast hvar annars staðar á landinu. Upphaflega krafðist ríkið þess að sjálfur Heimaklettur og Blátindur auk hlíða Herjólfsdals, og þar á meðal er brekkan sem brekkusöngurinn á þjóðhátíð er kenndur við, yrðu einnig þjóðlendur ásamt nýja hrauninu. Krafan var endurskoðuð í tíð Framsóknar og einungis haldið eftir kröfum í Stórhöfða og úteyjar þar sem vafi þótti leika á um eignarhald þeirra og skera þyrfti úr um það sérstaklega. Réttur Vestmannaeyja virðist sömuleiðis augljós því að bærinn keypti árið 1960 allar eyjarnar, þar með talið úteyjar, af ríkinu eins og vel er orðað í 1. gr. laganna frá 10. maí 1960 er salan var lögfest á Alþingi. Nú hefur óbyggðanefnd farið yfir málið og í niðurstöðunni er vísað til ákvæða í lögbókinni Jónsbók sem leidd var í lög árið 1281.

Úteyjarnar sem hér um ræðir voru öldum saman matarkista Eyjamanna sem sækja þangað enn þann dag í dag. Úteyjarnar eru því bæði saga og lifandi samtíð heimafólks og órjúfanlegur hluti Vestmannaeyja þar sem hjarta þeirra sannarlega slær eins og segir í þjóðhátíðarlaginu. Ég spyr því ráðherra: Hvenær er ætlað að útkljá málið nú þegar engin fyrirstaða er fyrir því þar sem óvissunni er eytt með nýlegri afstöðu óbyggðanefndar?” sagði Halla hrund í fyrirspurn sinni.

Óbyggðanefnd tekið afstöðu sem gangi enn lengra í þá átt að ekki sé innstæða fyrir þessum kröfum

Í svari Daða Más segir að það liggi fyrir að óbyggðanefnd hafi tekið afstöðu í málinu og ríkið mun í kjölfarið fara og hlíta þeim niðurstöðum. „Eins og þingmaðurinn vék að þá er þetta vegferð sem hófst fyrir mjög löngu síðan. Í sjálfu sér hefur orðið töluverð breyting á áherslum ríkisins. Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess að lýsa því hvers vegna farið var fram með þeim hætti sem þingmaðurinn lýsti hér áðan þar sem ríkið taldi sig eiga rétt á eignum sem hún listaði upp og eru Vestmannaeyingum án efa mjög mikilvægar og hluti af þeirra sjálfsímynd og daglegu náttúruupplifun. Þær kröfur voru endurskoðaðar eins og þingmaðurinn vék að. Nú hefur óbyggðanefnd tekið afstöðu sem ég get sagt að gangi enn lengra í þá átt að ekki sé innstæða fyrir þessum kröfum sem ríkið lagði fram og því verður auðvitað að hlíta,” sagði fjármálaráðherra í svari sínu.

Hver er tímalínan á málinu?

Halla Hrund kvaddi sér hljóðs á ný og þakkaði svarið. „Það gleður mig að vinnan sé í gangi og ég kannski spyr ráðherra: Hver er tímalínan á málinu? Þetta er mál sem hefur ekki bara legið þungt á Eyjamönnum, þetta er landsbyggðarmál sem hefur skapað óvissu víða um land og það er mikilvægt nú þegar niðurstaðan liggur fyrir að það sé skýrleiki um það hvernig verði staðið að framkvæmdinni og hvenær við megum búast við að þessu máli verði eytt. Og ég ítreka að það er jákvætt, sama hver saga málsins hefur verið, að þessi niðurstaða sé fyrst og fremst komin.”

Svar Daða Más við seinni fyrirspurninni var stutt. Þar sagði ráðherra: „Ég get ekki svarað með öðrum hætti en þeim að þessari vinnu verður flýtt eins og unnt er.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst