Hleður batteríin við brimgnýinn í Brimurð
14. maí, 2025

Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir á fjölbreyttan feril að baki og var meðal annars bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, varaþingmaður, stjórnarformaður opinberra stofnana, verkalýðsforingi, blaðamaður, fiskverkakona, framreiðslumaður, verslunarmaður, lagasmiður, söngkona og tónleikahaldari. En hvað af þessu stendur hjarta hennar næst?

„Í dag er það tónlistin,” segir Guðrún. Hún lærði á gítar í Eyjum einn vetur þegar hún var 12 ára en hafði hvorki sjálfstraust né tóneyra, að eigin mati, til að halda áfram. Svo fékk hún gítar í fermingargjöf en sá endaði í geymslunni. Undir niðri blundaði alltaf löngunin til að læra að spila. Komin vel á fimmtugsaldur dustaði Guðrún rykið af gítargarminum, fór niður í Miðstöð og keypti sér gítarbók. Hún var ákveðin í að æfa sig í leyni og koma manninum sínum, Gylfa Sigurðssyni húsasmíðameistara, á óvart með gítarspili og söng. Þessi áform trufluðust aðeins því Guðrún var kölluð til Reykjavíkur að taka þátt í kjaraviðræðum og dvaldi þar í 17 daga. Þegar hún kom aftur heim sagði Gylfi henni að hann hefði farið í Miðstöðina og keypt sér DVD mynddisk með gítarkennslu! Hjónin fóru í framhaldi af því og keyptu sér bæði betri gítara.

Ingibjörg Jónsdóttir, Bubba í Þorlaugargerði, hafði á þessum tíma spilað undir söng á fundum Aglow í Eyjum um 20 ára skeið. Guðrún fór til hennar og bað hana að kenna sér nokkur gítargrip. Bubba varð við því og leiðbeindi Guðrúnu nokkrum sinnum. „Svo var Aglow-fundur og Bubba fékk mig til að spila með sér. Á næsta fundi tók Bubba sér frí og sá ég ein um að spila undir lofgjörðina á þeim Aglow-fundi,” segir Guðrún.

Þau Gylfi bjuggu á þessum tíma úti á Dverghamri. Guðrún sat oft við gluggann með gítarinn, horfði út á sjóinn og spilaði. „Einu sinni var ég að spila og raula þegar ég heyrði allt í einu lag sem ég hafði ekki heyrt áður. Þá uppgötvaði ég að ég hafði samið þetta lag! Samhliða kom trúarlegur texti. Ég spilaði lagið fyrir Gylfa þegar hann kom heim. Það kom honum ekkert á óvart að ég hefði samið lagið en hann benti mér á að bæta við upphækkun! Svona komu 13 lög á tveimur árum og sjö hafa bæst við síðan. Þetta kom engum meira á óvart en mér. Þegar við f luttum frá Eyjum 2013 missti ég sjávarútsýnið og kraftinn úr sjónum og þá dró úr sköpunarkraftinum. Þegar ég kem heim fer ég alltaf suður í Brimurð. Mér finnst svo gott að hlaða batteríin með því að heyra og finna kraftinn í briminu.” Guðrún er í tveimur kórum sem Matthías V. Baldursson, tónlistarmaður og pabbi VÆB bræðra, stjórnar. Kórarnir heita Vox Gospel og Rokkkór Íslands. Matthías hefur útsett öll lög Guðrúnar fyrir kór og hún hefur einnig þýtt texta við 26 erlend gospellög sem ýmsir kórar undir hans stjórn hafa flutt

Pólitík og verkalýðsbarátta fara saman

Guðrún og Gylfi byrjuðu saman þegar hún var 15 og hann 18 ára. „Ég var Týrari og æfði handbolta. Þegar við Gylfi byrjuðum saman var ég spurð hvernig ég gæti verið með Þórara,” segir Guðrún og hlær. Mamma Gylfa var Jóhanna Friðriksdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Snótar og verkalýðsforingi. Þegar Jóhanna þurfti að fara á ASÍ þing fékk hún Guðrúnu til að leysa sig af á skrifstofu Snótar. Guðrún var félagsmaður í Snót og var komin í trúnaðarmannaráð. Svo fór hún að vinna í verslun og gekk þá í Verslunarmannafélag Vestmannaeyja (VV) og var formaður þess 1993-2007. Þá voru um 330 í félaginu, mest konur í hlutastörfum. Hún segir að það hafi verið ljóst að VV hafi verið of lítið til að starfa sér. Ýmsar leiðir voru skoðaðar og málið rætt á fjórum aðalfundum áður en VV varð deild í VR. Með því fékkst aðgangur að sérfræðingum VR og sterkari sjúkrasjóði. Áfram var skrifstofa í Vestmannaeyjum og Guðrún var formaður deildarinnar og sérfræðingur á kjaramálasviði VR til 2013.

„Maður getur ekki unnið í verkalýðsmálum nema verða pólitískur. Mín fyrstu pólitísku afskipti voru að hjálpa tengdaforeldrunum við kosningakaffi Alþýðubandalagsins. Ég fór svo í framboð fyrir Vestmannaeyjalistann og var bæjarfulltrúi 1998-2006, forseti bæjarstjórnar 2003-2004 og formaður bæjarráðs um tíma. Svo fór ég á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eftir hrun og settist á Alþingi sem varaþingmaður 2009 og 2012.”

Gjaldheimta má ekki fara illa með sjávarbyggðir

Guðrún hætti opinberum stjórnmálaafskiptum þegar þau Gylfi fluttu upp á land. En hvað finnst henni um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um auknar álögur á sjávarútveg og fleiri atvinnugreinar á landsbyggðinni? „Það þarf að vera sanngjarnt auðlindagjald en það má ekki vera íþyngjandi. Það er ekki óeðlilegt að auðlindirnar skili arði til samfélagsins en það þarf að gæta þess að gjaldheimtan fari ekki illa með sjávarbyggðirnar. Þegar ég var á þingi sagði ég á þingflokksfundi að tryggja ætti að hluti af auðlindagjaldi rynni til sveitarfélaganna. Ef ég skil tilllögur ríkisstjórnarinnar rétt þá er hugmyndin að auðlindagjöld fari til innviðauppbyggingar. Það þarf að laga innviðina,” segir Guðrún.

Hún hefur unnið hin síðari ár hjá Félagi grunnskólakennara, Sambandi stjórnendafélaga og nú er hún kjarafulltrúi hjá Félagi iðn- og tæknigreina (FIT). Hvað finnst henni um stöðuna á vinnumarkaði og kjarabaráttuna? „Ég tel að það sé gott fyrir almenna vinnumarkaðinn að vera með sterka verkalýðshreyfingu annars vegar og öflug samtök atvinnurekenda hins vegar. Þeim hefur tekist að ná samningum og varðveita vinnufrið. Það er mikið talað um að verja lægstu launin, þótt enginn vilji vera á þeim. Það er líka mikilvægt að koma í veg fyrir undirboð og að launafólk sé hlunnfarið. Sjóðakerfi verkalýðshreyfingarinnar er mjög mikilvægt fyrir launþega sem geta sótt þangað stuðning t.d. í veikindum. Eins er orlofshúsakerfið mikilvæg kjarabót fyrir félagsmenn.”

Félagslíf Vestmannaeyinga í útlegð

Guðrún tók við formennsku í Átthagafélagi Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) fyrir sex árum. Félagið hefur staðið fyrir gosmessu og goskaffi í kringum 23. janúar undanfarin ár. Þar hafa mætt allt að 300 manns. Prestar sem þjónað hafa í Landakirkju hafa annast helgihaldið, nú síðast séra Kristján Björnsson vígslubiskup. Aðventukvöld ÁtVR var alltaf haldið í Seljakirkju hjá séra Ólafi Jóhanni Borgþórssyni þar til nú síðast að það var í Vídalínskirkju í samstarfi við séra Jónu Hrönn Bolladóttur og séra Bjarna Karlsson.

„Nú ætla ég að hætta í stjórn ÁtVR eftir sex ár í forystu. Mig langaði að sjá nýja kynslóð koma inn í félagsstarfið og það hefur tekist að hluta. Eldra fólkið sem kom með í byrjun hefur verið mjög trúfast en fleira ungt fólk þarf að sækja viðburði félagsins. Unga fólkið hefur gaman af að heyra af reynslu okkar sem erum eldri. Ég fann sterkt fyrir ákalli í síðasta goskaffi um að þeir sem fæddust eftir gosið 1973 fái líka að segja frá sinni reynslu. Það verður tilbreyting fyrir mig að vera hvergi í forystu í félagsmálum – sjáum til hvað það verður lengi! Ég hef samt nóg að gera. Tvö kvöld í viku er ég á kóræfingum og við Gylfi förum tvisvar í viku í sundleikfimi. Mig langar að gefa lögin mín út. Lagið Friður á jólanótt, sem Helga Möller syngur, kom út 2022 á Spotify. Í haust verður eitt laga minna og texti gefið út á plötu hjá frábærum listamanni. Ég hef tekið mörg viðtöl um reynslu fólks í gosinu. BA ritgerðin mín í norsku fjallaði um börn frá Vestmannaeyjum, 7-14 ára, sem var boðið til Noregs sumarið eftir gos. Meistararitgerðin mín í blaða- og fréttamennsku byggði á viðtölum um áföllin sem fólk varð fyrir, fyrst vegna gossins, svo vegna þess að flytja nauðugt í óvissuna uppi á landi og síðan áfallið við að koma heim í gjörbreytt samfélag. Mig langar að koma öllu þessu efni frá mér með skipulegum hætti í bók eða sjónvarpsþætti. Ég ætlaði að vera með erindi um upplifun kvenna af gosnóttinni þann 23. janúar síðastliðinn en komst ekki til Eyja. En ég kem heim á goslokahátíðina og verð með erindið í Safnheimum á sunnudeginum.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst