Þeir eru lánsamir sem fá í vöggugjöf hjartahlýju og kærleiksríkan hug. Það er kúnst halda þessum gjöfum heilum og virkum í lífshlaupinu, sem á sannarlega sínar uppákomur. Það gerðir þú Emma mín!
Þeir eru lánsamir sem í lífsbaráttunni fá að lifa í nærveru einstaklinga sem leggja til hlýju og kærleika. Sérstaklega þegar baráttan er hörð og gengið er um dimman dal. Sumum þykir sælla að gefa en þiggja. Takk fyrir það, Emma mín!
Ég er viss um að Lykla Pétur fær frí í dag. Drottinn tekur sjálfur á móti þér og leiðir þig á fund fallinna félaga. Kannski verður himneskur Irish í boði á þeirri gleðistund.
Takk fyrir yndislega og lærdómsríka samveru Emma mín.
Páll Scheving Ingvarsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst