Vinnslustöðin lokar Leo Seafood
29. ágúst, 2025
Leo Seafood. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vinnslustöðin sendi í hádeginu út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Við það missa 50 manns vinnuna. Yfirlýsingu Vinnslustöðvarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan.

Undanfarnar vikur hafa stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. Er það óumflýjanleg aðgerð vegna aukinnar skattheimtu ríkisins sem er áætluð 850 milljónir á ári fyrir samstæðu Vinnslustöðvarinnar þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda. Eftir hækkunina eru veiðigjöld Vinnslustöðvarinnar áætluð 1.450 milljónir króna á ári.

Fyrsta skrefið var að stöðva allar fyrirhugaðar framkvæmdir og kaup á nýjum skipum. Það eitt og sér dugir ekki til og því þarf að grípa til fleiri aðgerða. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hefur því ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Það er erfið en nauðsynleg ákvörðun. Við breytingarnar þarf félagið að grípa til uppsagna 50 starfsmanna.

Fyrir utan hækkun veiðigjalda hafa gríðarlegar hækkanir á launakostnaði og sterk króna gert rekstur Leo Seafood erfiðan. Í tvö ár hefur verið unnið að hagræðingu sem hefur borið árangur en Leo Seafood er ennþá í taprekstri.  Í kjölfar lokunar á Leo Seafood mun hluti þess fiskjar sem unninn var þar verða unninn í saltfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar en jafnframt verður sala á markaði aukin.

Áhrifin verða víðtæk og má benda á að launakostnaður Leo Seafood nam á síðasta ári 550 milljónum króna og verða ríkið og Vestmannaeyjabær af 122 milljónum við þessa aðgerð í formi útsvars og skatta.

Í þessu samhengi er rétt að rifja upp orð Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, sem hann lét falla þegar tilkynnt var um kaup félagsins á Ós og Leo Seafood.

„Við munum gera út Þórunni Sveinsdóttur áfram með áhöfninni sem þar er og engar breytingar eru heldur fyrirsjáanlegar í Leo Seafood.”

Vinnslustöðin hefur á undanförnum árum ráðist í miklar fjárfestingar með aukinni skuldsetningu og miðuðust áætlanir félagsins við óbreytta skattheimtu ríkisins á sjávarútveginn. Þær forsendur eru nú brostnar.

Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar hafa ítrekað varað við þeim afleiðingum sem þessi aðgerð ríkisins hafi í för með sér. Nægir þar að nefna umsögn Vinnslustöðvarinnar til atvinnuveganefndar Alþingis sem og opinn fund sem haldinn var í Vestmannaeyjum um hækkun veiðigjalda og afleiðingar þess á samfélagið í Eyjum. Fleiri aðgerðir eru til skoðunar hjá Vinnslustöðinni til að bregðast við ákvörðun stjórnvalda um hækkun veiðigjalda.

Sigurgeir B. Kristgeirsson segir það erfitt að þurfa að ráðast í jafn sársaukafullar aðgerðir sem þessar.

„Við verðum að velta við hverjum steini í rekstrinum. Ég minni á að á síðasta ári var  Vinnslustöðin  rekin með tapi og nú bætist við stóraukin skattheimta. Því eru aðgerðir sem þessar óhjákvæmilegar.  Áætlaður sparnaður af lokun Leo Seafood  nemur um 400 milljónum króna.

Ég vil koma á framfæri þökkum til starfsfólks og stjórnenda Leo Seafood sem hafa staðið sig vel í sínum störfum fyrir félagið og óska þeim velfarnaðar.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.