Herjólfur hefur verið fjarverandi síðastliðnar þrjár vikur vegna viðhalds. Skipið kom til Eyja á níunda tímanum í morgun, eftir siglingu frá Hafnarfirði. Halldór B. Halldórsson myndaði skipið þar sem það liggur í botni Friðarhafnar, en dagurinn var nýttur í ýmislegt tilstand eins og til dæmis að gera kojusalinn tilbúinn fyrir veturinn.
Ferjan mun fara aftur í áætlun í fyrramálið, og sagði í tilkynningu að það sé einkum vegna þess að málning á bíladekkinu þurfi tíma til þess að þorna áður en farið er að keyra inn á það. Þar sagði jafnframt að tilkynning hvað varði siglingar á morgun verður gefin út fyrir kl. 06:00 í fyrramálið í það síðasta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst